9.9.2012 | 11:52
Fastir liðir eins og venjulega
Kæru bloggvinir
þá er lífið að færast í samt horf aftur eftir annasamt sumar. Það þýðir nú ekki að við sitjum með hendur í skauti. Það er nú víst lítil hætta á því.
Auður Elín er orðin sáttari í leikskólanum, en er búin að vera voða dugleg að pissa í buxurnar í síðustu viku. Það er erfitt að segja hvort það sé út af einhverju í leikskólanum, eða út af einhverju öðru. En það er nú eitthvað að lagst aftur, svo við vonum að þetta hafi bara verið út af því að hún gleymdi sér. Hún er búin að læra að telja upp á 10. En ruglast nú ennþá smá. Í gær byrjaði sundið aftur og henni þótti það nú alls ekki leiðilegt. Var hoppandi og skoppandi út um allt eins og brjálæðingur.
Í dag er svo Guðný, Óli og Arndís í heimsókn. Auður var alveg að rifna úr spenningu yfir því í morgun. Þær eru búnar að vera eins og venjulega bæði óvinir og vinir. En jafna sig nú yfirleitt fljótt. Karlanir eru að laga ryð í bílunum og bletta það. Það er nú búið að standa til lengi, en sennilega verið eitt af þeim verkefnum sem hefur verið látið sitja á hakanum.
Þeir eru að spá einhverri voða blíðu hér á morgun, það hefur annars verið frekar vætusamt hér síðustu viku.
Frúnni er nú farið að hlakka töluvert til að hætta að vinna. Það er ansi erfitt að vera í vinnu svona langt í burtu og svo að vera með eitt barn heima. En þetta er nú að styttast. Það er stefnt á að hætta að vinna eftir 6 vikur. Þær verða nú væntanlega fljótar að líða.
Bóndinn og ungfrúin eru í fríi á morgun og ætla að keyra ömmu á flugvöllinn. Þá er gestagangurinn búinn í bili. Enda búin að vera ansi löng vertíð.
Jæja best að láta þetta nægja í bili
kveðja
Tisetgengið
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.