23.9.2012 | 17:15
Framhaldssaga um ketti og kanínur
Kæru bloggvinir
það er verulega farið að hausta hér hjá okkur, en það hefur verið mjög sólríkt og fallegt veður hér í dag. Bóndinn fór í það með nágrannanum að klippa hekkið. Svo nú er það allavega búið. Þeir eru búnir að laga þetta heilmikið til, svo þetta er nú að verða eins og eðlilegt hekk, og því minni vinna að halda þessu við. En það þarf nú samt að gera það.
Annars hefur kanínuævintýrið okkar haldið áfram. Við vorum búin að setja net yfir kanínugirðinguna og það virtist hafa haldið kánínuræningjunum frá í nokkra daga. Í vikunni hurfu svo tvær kanínur og því bara ein eftir. Ein af þeim dúkkaði svo upp í garðinum eftir nokkra daga. Hún hefur sennilega sloppið úr klóm ræningjans. Sú kanína gengur ennþá laus og hin sem er inn í girðingunni fær bara að sofa í húsinu sínu. Kötturinn sem hvarf hefur ekki sést hér í nágrenninu, og köttur nágrannanna er líka horfinn. Þetta er að verða ansi skrautlegt.
Við erum öll búin að ná okkur í einhverja kvefpest. En það er nú ekkert óvanalegt á þessum árstíma. Við slepptum því að fara í sund í gær, af því Auður Elín hóstaði svo mikið. Hún er mjög upptekin af því þessa dagana að það komi alls konar dýr inn í herbergið hennar og taki hana. Hú skilur ekkert í því að það gangi ekki um ljón og önnur óargadýr hér í sveitinni. Henni finnst rosa sport að telja, það heppnast nú ekki alltaf. En oft nær hún að telja upp að 10. Í dag fórum við mæðgur svo í sirkus. Hún hefur ekki prófað það áður og stóð sig mjög vel í öllum þessum látum. Hún var nú samt orðin ansi þreytt efit r2 tíma. Það verður alveg örugglega farið aftur á næsta ári.
Jæja ætli þetta verði ekki látið nægja í bili af dýrum og mönnum
Kveðja
Gummi, Ragga og Auður Elín
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.