Rigning og aftur rigning

Kæru bloggvinir
það kemur sennilega ekki á óvart, en hér rignir ennþá flesta daga. Maður er nú orðinn hundleiður á þessu. Maður nennir ekkert að gera úti við, þegar svona viðrar. Við héldum að kanínukarlinn væri farinn á vit feðra sinna þar sem við höfum ekki séð hann ansi lengi, en hann er núna hérna í bakgarðinum. Hann vill alls ekki láta ná sér. Kann greinilega vel við að ganga lausum hala.

Frúin hætti að vinna á föstudaginn. Hún þarf svo að fara á morgun og tæma skrifstofuna og ganga frá því síðasta. Bóndinn hélt hann væri í frí, en komst svo að því að hann var það ekki, svo hann þarf að keyra snemma á morgnana og svo seinnipartinn. Við Auður verðum nú bara í slökun á meðan. Eða reynum það allavega.

Í gær var farið í heljarinnar verslunarferð í stóra verslunarmiðstöð. Þetta er nú ekki uppáhaldið okkar, en það er auðvitað kostur að geta farið á einn stað og fengið nánast allt sem manni vantar. Auður var nú alveg ótrúlega stillt meðan á þessu stóð. Hún er búin að læra ýmsar kúnstir á leikskólanum. Búin að læra ýmis orð, sem eru kannski minna hugguleg. Hún er orðin voða upptekin af að dansa og syngja, svo þau hljóta að gera töluvert af því. Annars virkar hún nú bara ánægð með að vera í leikskóla. Hún er farin að tala mikið meira, bæði á dönsku og íslensku. Það er auðvitað bara mjög gott.

Í dag er svo von á gestum. Vinafólk okkar er að koma og Auður er að deyja úr spenningi að hitta vinkonu sína, hana Arndísi. Þær eru nú ekki alltaf vinir, en svona mestallan tímann gengur þetta ágætlega.

Við mæðgurnar verðum að finna okkur eitthvað að taka okkur fyrir hendur í næstu viku. Við keyptum eitthvað nýtt dót fyrir Auði í gær, svo nú er aldeilis hægt að föndra og mála.

Kær kveðja
Gummi, Ragga og Auður Elín


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband