Heimsókn

Kæru bloggvinir

hér hefur verið þurrt og fallegt veður í dag, aldrei þessu vant. Við erum orðin svo vön því að það sé rigning, að Auður er alveg hissa þegar það er þurrt. Við fórum út að labba í morgun og gáfum hestunum. Það er alltaf mikið sport að gera það.

Enok og Jóhanna Bára komu í heimsókn á fimmtudaginn og fara heim á morgun. Auður og Jóhanna hafa verið rosa duglegar að leika saman. Auði á örugglega eftir að finnast hundfúlt þegar hún fer. Við pössuðum líka vinkonu hennar Auðar á föstudaginn. Mamma hennar var að vinna og barnapían klikkaði á að ná í hana. Við tókum hana því með okkur heim. Svo það er búið að vera mikið fjör hér um helgina. Enok og bóndinn eru búnir að fara í nokkra búðarleiðangra. Frúin hefur sloppið nokkuð vel við það.

Við fórum út að borða á sunnudaginn. Þetta átti að vera eitthvað voða fínt hlaðborð, en þetta var nú svo sem ekkert sérstakt. Bara allt í lagi. Svo við þurfum ekkert að prófa það aftur.

Annars er allt að verða tilbúið fyrir komu nýja barnsins. Það á reyndar eftir að setja saman barnarúmið. Við nennum því ekki, af því það er ekkert pláss fyrir það. Frúin er búin að þvo sængurföt og gera flest annað tilbúið. Svo nú er bara að bíða. Þetta skellur á fyrr en varir. Það er búið að opna fæðingardeildina sem er næst okkur, svo það lítur ekki út fyrir að við þurfum að keyra langt til að eiga barnið. Sem betur fer.

Drengirnir fengu að kíkja í einhverja nýja bílabúð áðan. Þetta var algjört ævintýraland fyrir þá. Hægt að kaupa allt milli himins og jarðar.

Frúin er að verða búin að klára flestöll verkefnin. Eitthvað smotterí eftir. Það þarf að fara að undirbúa jólin, það verður ekki mikill tími fyrir það í desember. En við erum nú ekki vön að stressa okkur mikið fyrir jólin, svo við hljótum að redda okkur líka í ár.

Auður er orðin nokkuð hress eftir kvefpestina. Hún á orðið auðveldara með að sofna á kvöldin, en vaknar ennþá of snemma á morgnana og það er engin leið að fá hana til að liggja lengur. En við verðum kannski búin að koma reglu á þetta áður en klukkunni verður breytt aftur.

Nýji kötturinn finnur upp á ýmsu undarlegu. Hann getur alls ekki drukkið vatn úr vatnskálinni. Hann var svo heppin að það lak úr sturtuhausnum fyrst eftir hann flutti. Hann gat því drukkið úr honum. En núna er búið að laga það, svo hann var að reyna að drekka úr klósettinu um daginn. Hann er mjög hrifinn af vatni og er oft að væflast í kringum sturtuna. Við héldum nú að flestir kettir væru vatnshræddir, en hann þjáist allavega ekki af því.

Jæja best að hætta þessu í bili
Kveðja
Gummi, Ragga, og Auður Elín
Jæja best að hætta þessu í bili.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband