11.11.2012 | 16:32
Heimsóknardagur
Kæru bloggvinir
Þá er runninn upp enn einn sunnudagurinn. Það hefur verið mjög fallegt veður í dag en samt dálítið kalt. En það hefur allavega verið gott að sleppa við rigningu í einn dag.
Hér hefur verið margt um manninn í dag. Í morgun fengum við danska vini okkar í amerískan morgunmat. Þegar þau voru nýfarin komu svo Óli, Guðný og Arndís. Það má búast við að Auður verði búin á því eftir allan þennan hasar. Við komumst ekki í sund í gær, af því Auður hefur verið svo kvefuð. Hún er nú samt eitthvað að lagast. Frúin hefur verið ansi kvefuð líka. Það er sennilega út af öllum þessum raka. En þetta hlýtur að ganga yfir. Við notuðum tækifærið í gær og fórum og keyptum kommóðu fyrir fötin frá nýa barninu. Það var engin hirsla til fyrir það, svo það varð að bæta úr því. Þá ætti nú að vera allt klárt fyrir komu þess. Það er voða gott að hafa þetta tilbúið, svo maður þurfi ekki að fara að leita að þessu þegar barnið er komið.
Næstu verkefni verða svo sennilega að slaka eitthvað á og gera það sem þarf að gera fyrir jólin. Maður verður að vera búin að því mesta fyrir desember. Það hlýtur nú að hafast. Við erum nú vön að vera tímanlega í þessu, til að geta sent gjafir heim til Íslands og svoleiðis.
Frúin fór í smá verslunarleiðangur í vikunni og keypti eitthvað smá af ungbarnafötum. Hún var búin að gefa frá sér meirihlutann af þessum minnstu fötum. Minnstu fötin frá Auði eru líka sumarföt, það þýðir nú ekki að klæða barnið í það um miðjan vetur. Frúin fór líka til ljósmóður í vikunni. Þetta lítur allt vel út og barnið stækkar eins og það á að gera. Maður hefur nú sennilega mestar áhyggjur af því, hvort það sé allt í lagi með barnið. En maður vonar það besta.
Á eftir verður svo borðið önd og með því. Það er hefð hér í landi að borða önd á þessum tíma til minningar um einhvern biskup. Við munum nú ekki söguna, en finnst mjög gott að borða öndina.
Bóndinn á enn eftir að henda inn myndum. Það hlýtur að hafast einhvern næstu daga.
Jæja best að fara að sinna matnum og gestunum.
Kveðja
Gummi, Ragga og Auður Elín
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.