18.11.2012 | 13:42
Jólahlaðborð
Kæru bloggvinir
hér hefur aldrei þessu vant verið þurrt og fallegt veður um helgina og eiginlega engin rigning. Það var ansi kalt í gær en mjög fínt veður í dag. VIð erum búin að vera töluvert utandyra að nýta okkur blíðuna. Við þurftum að fara og selja happadrættismiða fyrir íþróttafélgaið í gær. Þetta er eitt af því leiðilegasta sem maður gerir og það er reynt að draga þetta í lengstu lög. En þetta hafðist í gær, svo nú er heilt ár, þar til við þurfum að fara aftur.
Í morgun var drifið í að þrífa bílinn. Það hefur verið svo mikil drulla á vegunum undanfarið út af því það hefur rignt svo mikið og svo hafa taktorar dreift mold og drullu á vegina, svo þetta hefur verið mjög fín blanda. Nú sést allavega hvernig hann er á litinn. Það hefur ekki gerst í nokkrar vikur.
Annarss er allt við það sama hérna hjá okkur. Við erum að fara á jólahlaðborð með vinnunni hjá bóndanum í kvöld. Þetta er nú ekki eins og þeir eru vanir að halda. Þeir vildu ekki fara þangað sem þeir eru vanir, af því þeim fannst svo asnalegt að fólk færi heim upp úr miðnætti. Þess vegna var ákveðið að sleppa því alveg að fara í hefðbundið jólahlaðborð. Þetta er svona keila og matur á eftir. Frúin ætlar nú ekki að keppa í keilu, enda ekki alveg í ástandi til þess. Þetta er farið að reyna ansi mikið á grindarbotninn. Okkur finnst alveg ótrúlegt að það séu bara rúmar tvær vikur í settan dag. Tíminn líður ótrúlega hratt.
Við höfum nú eitthvað verið að spá í mögulegum nöfnum á nýja barnið, en það virðist ætla að standa eitthvað í okkur að verða sammála. Það verður apennandi að sjá hvort við endum á að draga nöfn upp úr hatti. Við vonum nú við getum komist að niðurstöðu án þess að þurfa á málamiðlara að halda. Við erum búin að kaupa næstum allar jólagjafir. Bara eftir handa stóru krökkunum. Það er nú líka alltaf það erfiðasta. En hlýtur að hafast fyrir rest. Það er spurning hvort maður eigi að reyna að baka einhverjar smákökur, bara svona til að halda í hefðina. Við borðum mjög lítið af svoleiðis, en það er ákveðin stemning að baka og eiga smákökur.
Auður er orðin pínu spennt fyrir jólunum. Hún vill horfa á jólasveina í tölvunni og syngja jólalög með. Við ætlum að prófa að gefa henni í skóinn fyrir þessi jól og erum líka búin að kaupa jóladagatal. Við ætlum að reyna að halda fast í íslenskar hefðir fyrir jólin, svo hún kynnist þeim líka.
Aðalsportið hjá henni núna er þegar leikskólinn fer með strætó út að keyra. Henni finnst þetta ótrúlega spennandi. Jólasveinninn kemur til Tiset í byrjun desember, og við ætlum nú líka að sýna henni einhverja aðra jólasveina líka.
Jæja ætli maður verði ekki að fara að gera sig kláran fyrir kvöldið. Setja rúllurnar í hárið og svona! :)
Kveðja
Gummi, Ragga og Auður Elín
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.