25.11.2012 | 16:53
Storkurinn kominn til Tiset
Kæru bloggvinir
hér bar heldur betur til tíðinda í vikunni. Frúin ákvað að drífa barnsfæðingar af, svona í góðum tíma fyrir jól. Hún fór á spítalann á fimmtudagsmorgni og var send heim aftur. En fór aftur seinnipartinn og skömmu eftir miðnætti kom svo heilbrigður drengur í heiminn. Frúin mátti ekki fara heim fyrr en í dag, svo við erum búin að hafa nóg að gera. Öllum heilsast vel. Sá stutti er nú eitthvað pirraður í maganum, en það er víst ekkert meira en búast má við. Frúin hefur ekki sofið almennilega, en vonast til að það lagist þegar maður er kominn í sitt eigið rúm. Auður er voðalega spennt fyrir litlabróðurnum, en er líka pinu abbó og er eiginlega fúl út í mömmu sína fyrir að vera í burtu í svona marga daga. Það verður spennandi að sjá hvernig það þróast allt saman. Nú er svo bara að finna nafn á kappann. Það er nú alltaf pínu spennandi en getur líka verið erfitt.
Þetta verður ekki haft lengra í bili. Það þarf að fara að sinna börnum og búi.
Kveðja
Gummi, Ragga, Auður Elín og litli kútur
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.