Jólasveinninn kemur til Tiset

Kæru bloggvinir

Þá er kominn sunnudagur með sól og snjó. Þegar við vöknuðum í morgun var allt þakið af snjó. Það er mjög fallegt veður og við mæðgur erum búnar að vera úti að leika í snjónum. Auði fannst þetta mjög spennandi. Hún er sennilega búin að gleyma hvernig snjórinn leit út síðasta vetur. Jólasveinninn kemur til TIset í dag og er auðvitað mikil spenna yfir því. Við ætlum að reyna að fara öll. Litli prinsinn er ekkert farin að fara út ennþá af því hann er ekki búin að ná fæðingarþyngdinni eftir hann kom heim af spítalanum. Honum vantar nú bara 60 gr, svo við ætlum að dúða hann vel og fara aðeins út með hann. Veðrið gæti næstum ekki verið betra, allavega. 

 Annars hefur fyrsta vikan hérna heima bara gengið mjög vel. Litlu prins fékk smá gulu, en er nú að verða komin yfir það. Hann sefur voða mikið, en er duglegur að drekka, bæði brjóst og pela. Hann er nú samt ekki eins æstur að sjúga eins og systir hans var á hans aldri. Hún var alltaf svöng. Hann er voða vær og góður enn sem komið er. Sefur 4-5 tíma á nóttinni og er almennt auðveldur í umgengni. Við vonum bara að það haldist. Systir hans tekur þessu nú ótrúlega vel. En tekur rokur inn á milli þar sem hún fær einhver frekjuköst. 

Bóndinn er í fæðingarorlofi og fer svo í vikufrí yfir jólin. Þannig að þetta er bara algör lúksus á okkur hérna. Það er svo sem nóg að gera, svo það er fínt að við erum bæði heima. Við erum búin að panta skírn 6 janúar. Við höfðum ekki alveg orku í að láta skíra hann um jólin. Við erum búin að komast að niðurstöðu um nafnið. En það er að sjálfsögðu leyndarmál, þar til það er búið að skíra hann. Bóndinn er búinn að setja inn helling af myndum. Bæði gömlum og nýjum. Endilega kíkið á það. Sá stutti er nú alveg eins og Auður var þegar hún var lítil, svo við hefðum sennilega alveg eins getað sett inn myndir af henni og látið eins og þetta væri litli prinsinn. Það er svolítill munur að eiga barn á vetri til en að sumri, svona upp á fatnaðinn. Auður þurfti ekkert á fötum að halda fyrstu mánuðina af því það var svo heitt. Litli pirnsinn þarfmun meira af fötum.

Jólakveðjur

Gummi, Ragga, Auður og litli prins


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband