Vetur konungur

Kæru bloggvinir
hér hefur lífið verið að færast í meiri fasta ramma, eftir hátíðirnar. Maður hefur nú bara verið pínu eftir sig eftir allt þetta át og veislustand. Bóndinn fer að vinna á morgun, og þá fer þetta allt saman að smella saman aftur. Hann er nú ekkert mjög spenntur yfir að fara að vinna aftur, finnst alveg ágætt að vera hérna heima hjá okkur og okkur finnst voða gott að hafa hann.

Auði hefur líkað vel að komast í leikskólann aftur og fá smá reglu á hlutina. Hún er að þroskast mjög mikið þessa dagana og kemur oft með ansi skemmtilegar pælingar. Hún er líka greinilega búin að læra að fá það sem hún vill, því hún er byrjuð að segja að mamma hafi leyft eitthvað, ef hún fær nei hjá pabba sínum. Það byrjar snemma. Hún hefur verið svo kvefuð undanfarið að við slepptum því að fara í sund í gær. En stefnum á það að frúin og Ágúst Ægir fari með næst. Það verður spennandi að sjá hvort hann verður eins brjálaður og hún var til að byrja með. Hann er nú farin að sýna takta sem minna ansi mikið um Auði Elínu á sama aldri.

Í dag verður svo sviðaveisla, Óli og Guðný koma. Það er reyndar bara Óli sem borðar svið, en við hin fáum þá bara meira. Nágrannarnir voru nú búnir að sýna þessu áhuga, en þau koma örugglega bara næst og fá smakk.
Hér hefur kólnað töluvert undanfarið. Og kastað smá éli. En meðan það er ekkert meira, þá er það nú svo sem ágætt. Manni bregður nú dálítið við þegar það fer úr hita niður í frost. En það er ekki við öðru að búast á þessum árstíma.
Á föstudaginn fórum við hjónaleysin í verslunarleiðangur. Bóndinn fékk gjafakort frá vinnufélögum sínum og við fórum að eyða því. Vorum svo heppin að það voru útsölur, svo við fengum alveg helling fyrir peninginn. Voða gaman að geta bara eytt peningunum í það sem manni langar í.

Ágúst Ægir hefur verið eitthvað ergilegur undanfarið, sérstaklega seinnipartinn. En sem betur fer, sefur hann ágætlega á nóttinni.

Jæja það er víst lítið annað í fréttum hér.

Kveðja
Tisetgengið


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband