Kuldakast

Kæru bloggvinir

Hér hefur verið ansi kalt síðustu vikuna. En mjög fallegt veður, svo við getum nú ekkert mikið kvartað. Hingað til hefur ekkert vesen skapast af snjónum.

Ágúst Ægir er búin að vera smá lasinn. Hann hefur verið voða stíflaður í nefinu og fékk hita í einn eða tvo daga. Auður Elín er búin að vera kvefuð í lengri tíma, svo frúin fór með hana til læknis. En hún heldur bara að hún sé með eitthvað ofnæmi. Það er ekki hægt að finna út fyrir hverju hún er með ofnæmi, fyrr en hún verður aðeins eldri. Hún er búin að vera hóstandi í heilan mánuð, svo það er nú ekki skrýtið að Ágúst hafi smitast af þessu. Hann er nú að hressast og er farinn að borða meira og vera eins og hann á að sér að vera.

Bóndinn fór að vinna aftur á mánudaginn. Það er nú pínu erfitt að fara á fætur á morgnana þegar við hin erum sofandi. En þetta kemst nú sennilega í vana. Ágúst Ægir vaknar oftast einu sinni á nóttu til að drekka og sofnar svo aftur. En hann er mjög lengi að drekka og ropa, svo við erum oft vakandi í klukkutíma eða tvo. Við ætlum að reyna að láta kíkja á, hvort þetta er eðlilegt að hann sé eigi svona erfitt með að losna við loft. Hann er ekki búin að vera eins slæmur í maganum undanfarið, svo það er nú jákvætt.

Annars hefur vikan nú farið í að venjast því að þurfa að pakka allri familíunni inn og keyra Auði í leikskólann. Hún er mjög ánægð á leikskólanum og akkúrat núna virðist starfsfólkið vera stabílt. Það hefur verið dálítið rót á fólkinu.

Við Auður fórum í sund í gær. Ætluðum að fara með Ágúst líka, en af því hann er búinn að vera svona kvefaður, þá ákváðum við að bíða þar til næsta laugardag. Auður er orðinn mjög dugleg að synda og fæst meira að segja til að fara í stóru sundlaugina, sem er frekar köld, allavega á íslenskan mælikvarða.

Jæja best að fara að sinna búi og börnum.

Kveðja
Tisetfamilían


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband