Veikindi

Kæru bloggvinir

þetta er nú alveg orðið rosalegt, hvað frúin er ekki að standa sig í blogginu. Vonandi að fólk gefist ekki upp á að lesa pistilinn, sem aldrei kemur á réttum tíma. Hér hefur verið voðalegt veikindastand. Auður varð í fyrsta skipti svona alvöru veik. Hún er nú oft kvefuð, en á föstudaginn lagðist hún í hita og kvef og lá á sófanum mest af daginum. Manni var ekki farið að standa á sama. Hún er nú yfirleitt á fótum, þó hún sé slöpp. Hún er nú eitthvað að braggast. Það er planið að hún fari í leikskólann á morgunn. Ágúst Ægir hefur verið stíflaður í nefinu og er að kvefast meira núna. Við hjónaleysin höfum líka verið eitthvað kvefuð, en ekki lagst í rúmið ennþá. Vonum að við sleppum við það. Það er ekkert mjög skemmtilegt þegar þessi krakkagrey eru lasin, því þau geta ekki sagt svo mikið til um hvar þeim er illt. En það er vonandi að þetta fari eitthvað að lagast. 

Ágúst Ægir var farin að vera voða duglegur að sofa úti í barnavagninum, náði að sofa í 3 tíma í einu, en það er nú ekki hægt að láta hann sofa úti meðan hann er svona slappur.Það er rosa munur þegar hann getur sofið svona lengi í einu.

ANnars hefur allt verið við það sama hér undanfarið. Frúnni tókst með einstakri lagni að hella sjóðandi vatni yfir hendina á sér eitt kvöldið. En sem betur fer náði hún að kæla þetta svo mikið að þetta reddaðist. Það er á svoleiðis stundum sem það er svolítið vesen að búa svona úti í sveit. Maður þarf að pæla verulega í, hvort það borgi sig að keyra í rúman hálftíma til að komast á slysavarðstofu. En í svona tilfelli myndu þeir sennilega ekki gera mikið.

Það var farið að hlýna í síðustu viku, svo í gær snjóaði og þeir eru að lofa kólnandi veðri í þessari viku. Ekki skrýtið að börnin verði lasin í þessum umhleypingum. Auður Elín er nú líka dugleg að koma heim með einhverjar kvefpestir af leikskólanum og svo smitar hún Ágúst af því. Það er reglulega lús í leikskólanum, það er nú bara venjulegt. Það nýjasta er svo að það er kominn upp njálgur, maður verður ekkert smá góður í að lækna alla mögulega kvilla eftir þetta allt saman.

Í næstu viku er svo frí í skólum, svo bóndinn er í fríi og Auður verður í fríi á leikskólanum. Það er öskudagur á sunnudaginn, og kötturinn verður sleginn úr tunnunni. Við erum búin að kaupa einhvern prinsessukjól fyrir ungfrúnna. Hún vildi það helst. Það er voða sport að vera í kjólum þessa dagana, þær eru sennilega eitthvað að dansa í leikskólanum. Það er mikilvægt að vera eins og hinir. Það byrjar snemma.

Jæja ætli það sé ekki best að fara að sinna sjúklingunum. Það er vonandi að þetta blogg sé eitthvað gáfulegra en það síðasta. Frúin var svo syfjuð að hún sofnaði nokkrum sinnum meðan hún var að skrifa það. Þess vegna hefur það sennilega ekki verið mjög gáfulegt! :)

 

kveðja

Gummi, Ragga, Auður Elín og Ágúst Ægir 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það var mikið. Nei bara grín. Hér er alltaf kíkt reglulega á sunnudögum eftir pistli  til að fá fréttir af ykkur hjónaleysunum og börnum. Leiðinlegt allt þetta veikindastand en það fylgir víst oft sérstaklega þegar um börn er að ræða. Héðan er allt gott að frétta engin veikindi að ráði enda bara tvö í kotinu. Erum reyndar ennþá aðeins veik fyrir hvort öðru bara. Hér rignir meira en snjóar þessa dagana er þeir eru nú eitthvað að lofa frosti bráðlega. Ekki það að við söknum kuldans neitt.

Kveðjur frá öllum héðan.

Gunna og Bragi (IP-tala skráð) 4.2.2013 kl. 20:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband