Öskudagur

Kæru bloggvinir

þá er búið að slá köttinn úr tunnunni hér í Tiset. Það var svaka fjör og Auður Elín skemmti sér mjög vel, með Arndísi vinkonu sinni. Það hefur verið pínu kalt hér undanfarið, og það er víst ekkert útlit fyrir að það lagist. En meðan það er ekki allt á kafi í snjó, þá þýðir ekkert að kvarta. Vorið hlýtur að koma.

Eins og venjulega voru gerð stór plön um hvað við ættum að gera í vetrarfríinu, en nú er það búið og við náðum ekki næstum því öllu sem við ætluðum, þó við værum á fullu alla dagana. Við útréttuðum helling. Það var ráðist í að leita að nýju reiðhjóli handa frúnni. Hún hefur ekki keypt nýtt hjól í 20 ár, svo það var kominn tími á það. Við héldum það yrði nú auðhlaupið að því að fá hjól, þar sem maður býr nú í landi þar sem mikið er hjólað. En nei, hér eru nánast eingöngu seld reiðhjól með fótbremsum og mjóum dekkjum. Það hentar frúnni illa, svo við enduðum á að fara til Þýskalands, þar sem bæði var hægt að fá með fót- og handbremsum fyrir minni pening. Svo við keyptum eitt stykki. Frúin er ekki búin að prófa það almennilega ennþá, af því það hefur verið svo kalt. En það verður spennandi.

Auður Elín hefur verið mjög ánægð með að vera í fríi og ekkert kvartað yfir öllu þessu flakki á okkur. Ágúst Ægir hefur verið mjög sáttur líka, bara sofið þetta allt af sér. Hann er byrjaður að velta sér af maganum yfir á bakið og finnst það mjög fyndið. Þó hann sé mjög kvefaður ennþá, er hann mjög kátur og brosir endalaust. Það koma nú ekki mikil hljóð ennþá, en það er örugglega alveg að koma. Honum finnst voða gaman að kíkja á sjálfan sig í spegli og blaðrar og blaðrar við spegilmyndina. SKilur örugglega ekkert í að hún svarar ekki. Auður þarf að vera í gipsi í 3 vikur. Hún hefur tekið því ótrúlega vel. Hún er aðeins farin að nota brákuðu hendina. Hefur ekki verið mjög hrifin af  því.

Á morgun kemst allt í samt  horf aftur. Bóndinn fer að vinna og Auður fer í leikskólann. VIð vorum að fá að vita að Ágúst Ægir fær pláss hjá sömu dagmömmu og Auður var hjá. Við erum mjög sátt við það. Það er auðvitað ekkert skemmtilegt að það þurfti fólk í bænum að skilja, til að hann fengi pláss. En við því er ekkert að gera.

Jæja best að fara að kíkja í rúmið.

 kveðja

Gummi, Ragga, Auður Elín og Ágúst Ægir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband