17.3.2013 | 14:51
Vitlaust veður í vændum
Kæru bloggvinir
hér ræður vetur ríkjum og þeir eru að spá vitlausu veðri á morgun og hinn. Það má búast við að allt lokist vegna veðurs. Það verður spennandi að sjá hvernig það fer. Frúin er allavega fegin að hún þarf ekki að keyra í vinnuna í fyrramálið. Það er verra með bóndann sem þarf að keyra á sumardekkjunum alla daga. Manni finnst nú þeir ættu bara að hafa skólann lokaðan þegar þeir vita það spáir svona vondu veðri. Það fer allt í vitleysu hér þegar svona viðrar. Það er vonandi að eftir þetta veður þá fari vorið að koma. VIð erum búin að panta íslenskt kartöfluútsæði og er það væntanlegt til okkar um páskana. En það verður nú einhver bið á að það sé hægt að koma því í jörð.
Síðasta mánudag snjóaði töluvert hér hjá okkur. Það var svo sem ekki í frásögur færandi, nema að það snjóaði bara á mjög litlu svæði. 10 km. hér fyrir sunnan okkur snjóaði ekki og heldur ekki fyrir austan, vestan og norðan okkur. Það var eins og þetta væri bara á litlum bletti. Vinnufélagar bóndans skildu ekkert í því hvaðan hann væri að koma með bílinn allan þakinn í snjó.
Við fórum í sund í gær og renndum svo til Þýskalands að kaupa sjónvarp. Það á að fara að setja sjónvarp í svefnherbergið. Svo geta bæði frúin og Auður horft á sjónvarp, þegar bóndinn er að horfa á fótbolta.:Það á víst að tengja þetta allt saman fljótlega og reyna að ganga betur frá öllum snúrunum.
Ágúst Ægir er allur að hressast. Hann fór til svæðanuddara á mánudaginn og ég held að það hafi hjálpað. Hann á að fara afur á morgun. Svæðanuddarinn telur að hann þurfi að koma 3x og þá eigi þetta að vera orðið betra. Það er alveg spurning að fara með Auði líka, af því hún er svo oft kvefuð.
Annars er rhér allt með kyrrum kjörum Vinkona Auðar var í heimsókn hjá pabba sínum hérna á móti. Auður fór yfir til hennar að leika í morgun. Það gekk víst ágætlega
Í gær fórum við í ungbarnasund. Ágúst fílar það alveg í tætlur. Hann fór í kaf í fyrsta skipti. Var nú eitthvað óhress fyrst, en fannst það svo bara fínt. Hann er voða rólegur í sundinu og líka í sturtunum. Við renndum svo til Þýskalands að kaupa sjónvarpið sem á að setja upp í svefnherberginu. Í kvöld verða svo borðuð svið. Nágrannarnir eru búnir að fá tilboð um að koma í mat. En þeim finnst það víst og ógeðslegt.
Aðalfréttin hlýtur nú samt að vera að við fjölskyldan erum að koma í frí til Íslands í sumar. Frá 1-18 júlí. Svo ef einhver vill láta passa húsið sitt, þá erum við til í tuskið. Getum jafnvel skipt á okkar húsi og húsi á Íslandi.
Jæja best að fara að sinna börnum og búi.
kveðja
Gummi, Ragga, Auður Elín og Ágúst Ægir
llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.