26.3.2013 | 19:31
Heim á ný
Kæru bloggvinir
þá erum við komin aftur í menninguna. Við erum búin að vera í sumarhúsi hérna rétt hjá í 4 daga. Það var æðislegt að komast aðeins að heiman og slappa af. Auður er búin að vera hálf slöpp, og er komin með hita og ljótan hósta. Það fylgdi sundkort með sumarbústaðnum, en vegna kvefs og slappleika notuðum við okkur það bara einu sinni. En það var mjög fínt. Við fengum ágætis veður, þó það væri ansi kalt og sérstaklega á nóttinni. Það er auðvitað ekki eytt of miklum pening í að kynda sumarbústaði hérna, svo að á nóttinni var ansi kalt. Auður kom því upp í til okkar í pínulítið rúm, svo við sváfum nú ekkert sérstaklega vel. 'Agústi var pakkað inn í teppi og sæng og með húfu á höfðinu. Á daginn var funheitt í húsinu því þá gátum við haft brenniofninn í gangi. Við nenntum ekki að vakna á tveggja tíma fresti og setja eldivið í brenniofninn. Það er rosalega huggulegt að hafa svona brenniofn. En auðvitað hellings vinna að höggva eldivið.
Í dag er svo búið að vera nóg að gera. Eftir að hafa skilað bústaðnum var haldið heim. Guðný og Óli komu í heimsókn og drengirnir eru búnir að vera að tengja alls konar raftæki og tól í dag. Bóndinn er svo að fara að vinna smá á morgun, en er svo kominn í páskafrí. Það er ekki búið að plana hvort við gerum eitthvað meira í fríinu. Við sjáum bara til. Veðrið á víst ekki að vera svo spennandi. Það er ennþá skítkalt.
Bóndinn verður settur í að henda inn myndum úr bústaðnum í fríinu.
Þangað til næst
kveðja
Tisetgengið
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.