Boðorðið

Kæru bloggvinir

hér hefur verið sól og blíða í dag og bara pínu vor í lofti. Það er nú mál til komið, þeir eru víst að lofa þessu eitthvað áfram. Við vonum allavega að það fari eitthvað að hlýna. Okkur finnst alveg mál til komið að við fáum smá meiri hita allavega. 

Annars ber það hæst til tíðinda hér að bóndinn á heimilinu fór á skeljarnar í sumarbústaðnum og bað um hönd frúarinnar. Hún sagði auðvitað já. Hann var eitthvað búin að vera að læðupúkast með hring í vasanum á jakkanum í nokkra daga og stökk til, í hvert skipti sem frúin þurfti eitthvað að fara í jakkavasana. Nú er svo bara verið að vinna í að redda því sem þarf að redda fyrir daginn. Það er búið að finna dagsetningu og prest og stað til að gera þetta á. Við ætlum að gifta okkur í skógræktinni í Hafnarfirði og halda veislu þar á eftir. Bara grill og létt meðlæti. Við vonum auðvitað það verði gott veður, en erum nú að spá í að leigja tjald til að hafa athöfnina í, ef það skildi rigna. Maður veit aldrei hvað getur gerst á Íslandi. 

Annars hefur heilsufarið á heimilinu nú eitthvað verið dapurt eftir sumarbústaðaferðina. Við erum búin að vera kvefuð og krakkarnir líka. Svo er frúin líka búin að vera með magakveisu, svo þetta eru nú búnir að vera rólegir páskar. Við fórum í dýragarð í gær og í heimsókn til Óla og Guðnýjar í nýju íbúðina í Odense. Við tókum dóttur þeirra með í dýragarðinn og hún og Auður skemmtu sér mjög vel. Það er nú örugglega skemmtilegra að koma þarna að sumarlagi. 

Í dag var svo maulað á páskaeggjum. Það er nú alltaf sama sagan að manni  langar ægilega að borða þetta, en svo þegar maður er búinn með smávegis, þá getur maður ekki meira.  Auði fannst ægilega spennandi að opna eggið og smakka aðeins, en gafst fljólega upp. Svo það er nóg af súkkulaðiafgöngum.

Á morgun er svo planið að fjarlægja trjárætur hérna í bakgarðinum. Ef veður leyfir.

Bóndinn verður rekinn í að setja inn myndir fljótlega. Maður er greinilega duglegri að taka myndir af fyrsta barni en númer tvö. Það er nú frekar pínlegt. En við verðum að reyna að fara að taka okkur saman í andlitinu.

Kær páskakveðja

Gummi, Ragga og börn

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Halló, halló.

Aldeilis fréttir af ykkur, brúðkaup og alles. Er nokkuð gefið upp hvenær stóri dagurinn verði. Hér er bara legið á meltunni eftir grill bóndans, naut, gæs og kindafille voru grilluð og borðuð af bestu lyst. Hér hefur verið frábært veður alla páskana ekkert sérstaklega heitt en samt sól og blíða. Eigum 2 daga eftir í páskafríi förum að vinna á miðvikudaginn.

Kærar kveðjur úr Garðinum.

Gunna og Bragi (IP-tala skráð) 31.3.2013 kl. 22:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband