7.4.2013 | 14:38
Snjókoma
KÆru bloggvinir
við héldum að vorið væri að koma, en það var einhver misskilningur. Það hefur verið fínt veður í vikunni, þó ennþá kalt á nóttinni. En núna snjóar, svo vorið lætur bíða eftir sér.
Risið er nú frekar lágt á mannskapnum ennþá og frúin fór með bæði börn og sjálfa sig til læknis. Það eru allir með bronkítis og Auður Elín er með eyrnabólgu, svo það eru allir komnir á pencilinkúr. Það virðist nú eitthvað vera að hjálpa til.
Bóndinn henti inn fullt af myndum í vikunni, svo það er um að gera að skoða, hvað við höfum verið að bralla. Það er búið að fjarlægja trárætur hér í bakgarðinum og af því við vorum búin að leigja litla gröfu í verkið, þá var ákveðið að nota tækifærið og grafa niður trambolín sem við fengum gefins. Þeir grófu það ekki nógu langt niður, svo bóndinn þarf að fara í að grafa það lengra niður með handafli. Alltaf nóg að gera. Það eru nú ekki mörg tré eftir í garðinum, svo við erum nú sennilega búin með þann pakka.
Í dag renndum við til Sönderborg. Við vorum að kíkja á notaðan hornsófa, sem okkur leist vel á. Þegar við komum á staðinn var þetta nú ekki alveg eins og við áttum von á, svo við ákváðum að kaupa hann ekki. En fórum í leiðinni til Íslenskrar konu, sem við könnumst við. Hún er lærð saumakona og ætlar að laga jakkafötin fyrir bóndann. Hann á þrenn jakkaföt. Ein sem eru of stór, en of lítil og ein sem passa en eru bara gamaldags. Hún ætlar að reyna að þrengja eitthvað stóru jakkafötin. Á morgun er planið að fara til Þýskalands og sjá hvort við finnum einhvern kjól á frúnna. Það á nú eftir að vera höfuðverkur. Hún er nú ekki sú auðveldasta í fatakaupum. En kannski verður þetta bara ekkert mál.
Jæja þetta var víst það helsta héðan í bili.
kveðja
Tisetgengið
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.