28.5.2013 | 10:48
Síðbúin bloggfærsla
Kæru bloggvinir
það er búið að vera brjálað að gera, svo þess vegna kemur bloggfærslan fyrst núna. Var líka að tékka hvort einhver myndi kvarta! :)
Á föstudaginn fórum við í bíltúr og keyptum okkur notað rúm. OKkar var orðið svo rosalega lélegt. Okkur var boðið í kaffi og ég veit ekki hvað og hvað. Það kom svo í ljós að fólkið sem við keyptum rúmið af, þekkti strákinn sem var að leysa frúnna af í barneignafríinu. Fyndið hvað heimurinn er lítill.
Á laugardaginn komu svo gestir í morgunmat og eftir hádegi komu nýju nágrannarnir að heilsa upp á okkur. Það verður spennandi að sjá hvernig það á eftir að ganga. Það fara ekkert allt of góðar sögur af þeim. Konan á barn með íslenskum manni og er sjállf sígauni. Það hljómar spennandi. Þessi nýju nágrannar þekkja gömlu nágranna okkar og eru óvinir þeirra. Aldeilis skemmtilegt að lenda mitt í einhverju svona. En vonandi fer þetta allt saman vel. Við náðum svo að henda rúminu saman rétt fyrir háttatíma. VIð þorðum varla að hreyfa okkur fyrstu nóttina af því við vorum hrædd um að rúmið myndi ekki þola það. En það virðist sterkara en það lítur út fyrir.
Á sunnudaginn var frúin svo sjálfboðaliði á garðasýningu hér í Gram. Það var á vegum íþróttafélagsins í Tiset. Það kom alveg hellingur af fólki og þetta var ágætt, þó að frúin sé nú ekkert sérstaklega góð í að vera kurteis og brosandi framan í fólk sem hún þekkir ekki neitt. En allt gekk þetta nú upp.
Nýjasta verkefnið er svo að reyna að fá einhvert skipulag á myndirnar hér á heimilinu. Þetta er nú engin smá vinna. En vonandi kemst eitthvað lag á þetta hjá okkur.
Börnin eru hress og kát. Hjúkrunarkonunni sem kemur og skoðar Ágúst Ægi fannst hann vera orðin full búttaður, svo hann á að fá meiri mat og minni pela. Hann er nú ekki alveg á sömu skoðun. En við verðum að reyna að fá hann til að borða meira. Það mætti halda að hann hafi heyrt hvað hjúkrunarkonan sagði því hann hefur verið frekar erfiður að borða síðan hún var hérna.
Auður Elin var að leika við vinkonu sína á sunnudaginn og bóndin fór með þær í búð. Þær voru nú dálítið óþægar, og létu sig hverfa. Hann heyrði ekkert í þeim, svo hann fór að gá að þeim. Þær voru þá búnar að taka kexpakka úr hillunni, opna hann og voru að maula innihaldið. Þær fengu skömm í hattinn, en samt pínu fyndið hvað þær geta fundið upp á.
Jæja best að fara að gera eitthvað áður en Ágúst vaknar af hádegisblundinum
kveðja
Tisetgengið
Athugasemdir
Gott að heyra frá ykkur, maður fær fráhvarfseinkenni ef maður les ekki bloggið ykkar á sunnudögum.
Gunna og Bragi (IP-tala skráð) 28.5.2013 kl. 20:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.