Afmæli

Kæru bloggvinir

hér kemur bloggfærsla vikunnar, örlítið seint á ferðinni. Við héldum upp á afmæli dótturinnar í gær og frúin var eiginlega orðin dálítið þreytt eftir daginn. Ungfrúin var alsæl með daginn. Hún lék við nokkrar vinkonur sínar og var auðvitað mjög sæl með allar gjafirnar. Þetta er nú eiginlega í fyrsta skipti sem hún er spennt yfir þessu. Veðrið hefði nú alveg getað verið betra. Það voru skúrir og frekar napurt veður. En skvísurnar voru nú samt eitthvað úti að djöflast og hoppa á trambolíninu og drullumalla. Það voru því blaut og skítug börn sem fóru heim til sín í gær. Ágúst Ægir naut góðs af gestaganginum, hann fékk auðvitað töluverða athygli. Akkúrat núna er frúin mjög sátt við að það er svo langt á milli afmæla barnanna. 

Annars er allt við það sama. Ágúst er voða pirraður í munninum, og þar fyrir utan er hann kominn með bronkítis aftur. Það er nú samt ekki eins slæmt og í fyrsta skipti. Hann er orðin duglegri að hreyfa sig þegar hann liggur á gólfinu. Getur snúið sér í hring og finnst það auðvitað mjög skemmtilegt. Hann er orðin mjög duglegur að sitja sjálfur. Hann veltur nú stundum. En er ekkert að væla of mikið yfir því.

Auður fór í 4 ára skoðun í síðustu viku. Hún stóð sig mjög vel og gerði allt sem læknirinn bað um og tók því eins og hetja þegar hún þurfti að fá sprautu í upphandlegginn. Læknirinn átti von á að hún myndi fara að gráta, en Auður sagði bara, á þetta var vont, og svo var það búið.

Veðrið hefur verið hálf rysjótt undanfarið. Nokkrir góðir dagar með hita og sól en líka nokkrir með roki og kulda. Það er því ekki neitt svakalega sumarlegt. Það hefur rignt töluvert, sem er reyndar mjög gott, því það var allt orðið svo þurrt. Grasið var farið að gulna í garðinum hjá okkur. Kartöflurnar og rófurnar hafa tekið rosa kipp eftir vætuna. Svo er búið að setja niður gúrkuplöntu og tómatplöntur. Það verður spennandi að sjá hvað kemur út úr því.

Jæja ætli þetta sé ekki orðið gott í bili

kveðja

Tisetgengið


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband