Útilega

Kæru bloggvinir

Hér hefur verið ágætis veður síðustu daga. En þetta er víst búið núna. Nú fer hann að snúast í rigningu. Við ákváðum að skella okkur í útilegu svona áður en það verður of kalt. Við ákváðum að fara á litla eyju ekki mjög langt héðan. Þetta var nú svo sem ekkert ofurspennandi eyja, en það var allavega ekki annað hægt en að slappa af, af því það var ekkert til dægradvalar. Það var heldur lítið af skemmtun fyrir Auði og lítið af börnum, en hún skemmti sér nú samt ágætlega. Nú er svo bara að redda geymslu fyrir tjaldvagninn og koma honum fyrir. Það verður svo spennandi að sjá hvernig það verður að fara í útilegu næsta sumar þegar Ágúst Ægir er orðinn eldri og vonandi farinn að hlaupa út um allt. Það er voða lítið mál að hafa hann með núna því hann kemst ekki svo hratt yfir. Hann er voða duglegur að skríða og líka að reisa sig upp við allt. Hann er nú búinn að vera eitthvað hálfslappur um helgina. Með hitavellu og niðurgang. Við erum öll með einhvern kverkaskít, en það fylgir nú víst bara árstíðinni.

Þeir eru nú ekkert farnir að vinna í húsinu. En það er allavega búið að koma með efni og setja inn í innkeyrsluna, svo vonandi fara þeir að koma sér í gang. Það væsir svo sem ekkert um okkur hér í bústaðnum, en það er alltaf best að vera heima hjá sér.

Annars gengur hér allt sinn vanagang. Bóndinn reyndi og reyndi að koma inn myndum um daginn, tæknin var eitthvað að stríða honum. Við erum ekki búin að finna út hvað er að, en það er verið að vinna í málunum.

Það er víst ekki svo mikið annað að frétta héðan. Látum þetta duga í bili

Kveðja

Gummi, Ragga og börn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband