Heima er best

Kæru bloggvinir

þá erum við smátt og smátt að flytja aftur heim til Tiset. Það er engin smá vinna að koma öllu á rétta staði aftur. Snillingarnir sem settu upp eldhúsinnréttinguna gengu þannig frá uppþvottavélinni að hún opnast ekki. Þegar frúin kvartaði eitthvað yfir því, var hún spurð hvort hún hefði getað opnast áður en innréttingin var tekin! :) Við vonum nú þeir komi fljótlega og lagi þetta. Affallið af þvottavélinni er líka ófrágengið, svo það sprautast vatn út á gólf þegar hún dælir af sér. Snillingar þessir iðnaðarmenn. Það á nú að reyna að setja upp hillur og það sem aldrei hefur unnist tími til. Þá getur maður flutt almennilega inn og nær að gera almennilega hreint líka.

Við réðumst líka í að flytja rúmið hans Ágúst Ægis inn til Auðar. Það er nú lítið pláss þar inni, svo þetta var nú heilmikið púsluspil. Það rímkar allavega allverulega hjá okkur í svefnherberginu. Það verður spennandi að sjá hvort þau verða til friðs þarna á nóttinni. Þau sváfu í sama herbergi í sumarbústaðnum og það gekk mjög vel.

Auður er mjög ánægð eftir Íslandsförina og rosa ánægð með að vera flutt aftur heim. Hún er orðin voða dugleg að dunda sér. Hún fór svo í afmæli hjá einum úr leikskólanum í gær. Hún hitti alla á deildinni sinni og var alsæl eftir daginn. Það er frí í skólunum þessa vikuna, svo bæði Ágúst og Auður Elín eru heima. Hún var rosa ánægð að hitta bróðir sinn aftur, þó henni finnist hann nú stundum ansi þreytandi. Bóndinn er ekki minna ánægður. Hann átti alls ekki von á því að hann fengi nafna. Ekki laust við að hann felldi nokkur tár þegar litli drengurinn var skírður. En hann hlaut nafnið Guðmundur Liljar.

Það er annars rosa munur á hitanum í húsinu eftir við fengum nýja gólfið hérna í stofunni. Þannig að þetta endaði nú allt vel þegar öllu var á botninn hvolft. Nú getur maður verið á tásunum inni og fundist bara heitt. Það hefur reyndar verið frekar hlýtt þennan mánuðinn, svo það verður spennandi að sjá hvernig þetta verður þegar það fer að kólna meira.

Jæja nú vonast maður til þess að bloggið fari að koma á réttum tíma, nú þegar allt er að komast í réttar skorður. Það er fullt af myndum af framkvæmdunum sem er eitthvað vesen að koma hér inn. Kannski þær endi á blogginu.

Kveðja úr Danaveldi

Flóttamennirnir sem eru komnir heim

Við erum loksins komin með almennilegt internetsamband, svo síminn og netið er mun hraðvirkara. Við vorum með mjög lélega nettengingu áður og gemsasambandið hér er alveg herfilegt. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hæ

Gott að heyra að allt er að komast í samt lag aftur nema dálítið undarleg þess athugasemd ykkar varðandi uppþvottavélina er ekki alveg óþarfi að geta opnað hana.   Það var gaman að hitta helminginn af ykkur hérna á skerinu og flott nafn á litla kút, Gummi junior.   Erum að leggjast í smáferðalag til Brighton sem verður vonandi skemmtilegt. Hef samt áhyggjur að Bragi tapi sér í búðunum eða þannig.

Gunna og Bragi (IP-tala skráð) 17.10.2013 kl. 16:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband