Haustfri

Kæru bloggvinir

Þá er búið að vera frí í skólunum og leikskólum hér í eina viku. Við erum að sjálfsögðu ekki búin að sitja auðum höndum. Held að við kunnum það ekki lengur. En allavega gott að vera búinn að þessu öllu. Það hefur verið allt á fullu við að koma öllu á sinn stað. Það er nú eitthvað eftir ennþá, en þetta er allt að koma. Bóndinn er líka búinn að vera duglegur að setja inn myndir hér á bloggið. Svo endilega kíkja á það. Við erum búin að heimsækja vini okkar í Odense og fara á flóamarkað. Við keyptum tvo skápa og kommóðu. Auði vantaði bókaskáp og við fengum fínan skáp og annan til að hafa inn í stofu. Svo fengum við kommóðu undir fiskabúrið. Þá getur Auður líka geymt litina og annað dót inni í stofu. Það er alltaf gott að hafa nóg af hirslum. 

Annars eru börnin búin að vera ansi kvefuð og fengu bæði augnsýkingu. Auður hefur lítið sofið síðustu tvær nætur því hún hóstar svo mikið. Hún er farin að vera spennt að fara í leikskólann aftur. Segir oft á dag að hún sakni þess. Þau systkin eru komin í sama herbergi. Það er nú ekki mikið pláss, en þetta hefst allt saman. þetta hefur gengið vonum framar. Ágúst fer fyrst inn í herbergi og sofnar yfirleitt strax, en við lesum sögu fyrir Auði og svo fer hún sjálf upp í rúm og sofnar. Við vorum nú pínu spennt að sjá hvernig það gengi því við höfum alltaf svæft hana. En hún er ótrúlega dugleg og sofnar bara strax. Henni finnst voða spennandi að láta lesa fyrir sig. Við erum að lesa biblíusögur og það finnst henni mjög spennandi. Frúnni finnst nú boðskapurinn ekki alltaf alveg mjög barnvænn, en hún skilur nú heldur ekki allt. 

Á morgun tekur hversdagsleikinn aftur við. Það er nú alltaf pínu erfitt að komast í gang aftur, en þetta hefst allt saman.

Það hefur verið frekar hlýtt þennan mánuðinn. En það á víst að fara að kólna.

Jæja best að fara að sinna börnum og búi

kveðja

Gummi, Ragga og börn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband