Óveður

Kæru bloggvinir

þá er komið haust fyrir alvöru. Það var hífandi rok hér á mánudaginn og einhverjir dóu þegar það brotnuðu tré og lentu á þeim. Það voru víst líka einhver þök og húsgaflar sem máttu láta lífið. Danirnir voru auðvitað voða stressaðir yfir þessu. En þetta var svo sem ekkert svakalegt, en samt strekkingshvasst. Þeir nota þetta eflaust sem afsökun fyrir því að geta farið fyrr heim úr vinnunni. Það varð auðvitað mjög mikil röskun á lestarsamgöngum og slíku og einhverjir þurftu að bíða í lestum í fleiri tíma, og fengu svo að vita að þær keyrðu ekki vegna veðurs. Ekki skemmtilegt það. Þeir voru búnir að lofa einhverju óveðri í dag líka, en það er ekki eins slæmt, bara rok og rigning. Það hefur veirð óveju hlýtt haust. Það er ennþá 10 stiga hiti á daginn og frostlaust á nóttinni. 

Annars er svo sem alltaf nóg að gera hér á bæ. Það er alltaf verið að reyna að bæta og betrumbæta eitthvað. Búið að setja upp hillur í stofunni og hitt og þetta. Við kunnum ekki að sitja og slaka á. Enda ágætt þegar maður býr í svona gömlu húsi. VIð verðum víst seint atvinnulaus hér. 

Börnin eru búin að vera voða kvefuð og hósta mikið. En það er heldur að lagast. Þau eru allavega farin að sofa á nóttinni. Auður sofnar um leið og hún leggst á koddann og vaknar ekki þó bróðir hennar gargi eitthvað þegar hann á að fara að sofa. Hann hefur mjög ákveðnar skoðanir á hlutunum og lætur þær óspart í ljós. Hann hermir voða mikið eftir og finnst hann rosa fyndinn. Veit alveg hvað hann á að gera til að fá það sem hann vill. Þau systkin taka rokur nokkrum sinnum á dag þar sem Auður Elín vill ekki að hann leiki með dótið hennar. En hún má auðvitað alveg leika með hans dót. 

Þau eru bæði voða hrifin af músík og dilla sér i takt. Það er voða gaman að sjá þau. Auður er voða mikið að þroskast og það er mjög fyndið að heyra í henni stundum. Hún vill alltaf vera i pilsi í leikskólanum og vill vera rosa gella. En hún er oftast með allt á hælunum og bert á milli laga. Það virðist ekki skipta máli. Faðir hennar telur að hún hafi þetta eftir sér, þar sem hann var einmitt svona.

Jæja það er víst ekki mikið meira í fréttum hér að sinni

Kveðja

Tisetgengið


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband