Hor og hósti

Kæru bloggvinir

þá er runninn upp sólríkur sunnudagur. Það er nú orðið frekar kalt, en mjög fallegt veður. Það fer að styttast í næturfrostið, svo það er víst eins gott að fara að henda vetrardekkjunum undir. Hér er hefð fyrir að borða önd ca mánuði fyrir jól. Það heitir Mortens kvöld, man nú ekki söguna bak við það. En það er sem sagt verið að elda önd sem á að borða í kvöld. Sumir segja að þetta sé generalprufa fyrir aðfangadag, af því margir borða önd um jólin. Við ætlum nú alveg að sleppa því, þess vegna er fínt að fá hana bara núna í staðinn.Hún bragðast ljómandi vel.

Hér er alltaf nóg að gera. Bóndinn og nokkrir aðrir Íslendingar eru að undirbúa íslenskt jólaball um miðjan desember. Bóndinn ætlar að dressa sig upp í rauðan búning. Það verður spennandi að sjá hvort einhverjir koma. Það er einhver voða rígur í fólki hérna. Það er búið að leysa upp Íslendingafélagið í Kolding, út af einhverri vitleysu og það virðist oft vera eitthvað drama í kringum þessi félög. En ef allt fer í steik, þá höfum við allavega bara jólatréshátíð fyrir okkur og nokkra aðra útvalda. Það verður örugglega mjög skemmtilegt. 

Börnin hafa verið með kvef og hósta síðan við fluttum aftur inn í húsið. Þau þola sennilega ekki að það er enginn sveppur og raki lengur. Við erum nú samt að vona að þetta líði bara hjá, án þess við þurfum að fara að rækta sveppi hér innandyra. Auður er búinn að vera mjög afbrýðisöm undanfarið og fer alveg á límingunum ef Ágúst kemur nálægt því sem hún er að leika sér með. Við vonum þetta sé bara eitthvað sem þarf að fara í gegnum. Það eru einhverjar óeirðir í stelpuhópnum í leikskólanum, það gæti nú líka verið það sem hún er að pirrast yfir. Við fórum í göngutúr í morgun og gáfum hestunum brauð og gulrætur. Það er alltaf jafn mikið sport. Ágúst horfði á þá með stórum augum. Hann er búinn að læra að klappa  og finnst það auðvitað mjög sniðugt.  

Jæja það er víst frekar lítið annað títt hér

kveðja

Gummi, Ragga og börn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heil og sæl

Húsbóndinn á nú örugglega eftir að taka sig vel út sem jóli, verðið að ná myndum af því og deila.   Bróðir hans hefur nú prófað það, átti að vera leynigestur á jólafundi hjá kvenfélaginu, hann var varla komin inn úr dyrunum þegar ein kallaði þetta er Bragi svo sú leynd stóð ekki lengi. Hér er hundleiðinlegt veður, hávaðarok og slydda. Sumstaðar aftakaveður og ófært en við finnum ekki svo mikið fyrir þessu hér í Garðinum.  Annars allt gott að frétta af okkur, kærar kveðjur frá öllum. 

Gunna og Bragi (IP-tala skráð) 10.11.2013 kl. 17:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband