Afmælishelgi

Kæru bloggvinir

Það er búið að vera nóg að gera hér um helgina eins og alltaf. Prinsinn á heimilinu varð eins árs og það var haldin heljarinnar veisla í dag, af því tilefni. Það komu nú ekki allir sem var boðið, en það var nú svo sem ágætt af því það er ekki svo mikið pláss hjá okkur. Ágúst skildi nú svo sem ekki mikið af því sem fram fór, en virtist mjög sáttur við athyglina. Hann fékk helling af nýju dóti, en hann er nú enginn ægilegur dótakarl. Hann verður það kannski þegar hann á orðið svona fínt dót. Auður hefur heldur aldrei leikið sér mikið með dót og gerir ekki ennþá. En hann getur nú ennþá náð að verða meira upptekinn af þessu. 

Annars hefur allt gengið sinn vanagang hérna. Við fórum í samtal í leikskólanum hennar Auðar á föstudaginn. Þær voru voða ánægðar með hana. Hún er alveg með á nótunum tungumálalega séð. Hún er farin að tala voða hátt, þær eru eitthvað að reyna að vinna í því. Það er mikill niðurskurður á leikskólanum hennar af því það eru ekki svo mörg börn þar núna. Það er alls staðar verið að spara og oft eru það leikskólar og skólar sem lenda í því. 

Það hefur verið mjög milt veður hérna undanfarið, en þó er komið næturfrost. Það er nú ekkert mjög spennandi að fara að skafa af bílnum á hverjum morgni. En við setjum hann nú oft í gang á morgnana og látum hann hitna og þá er ekki eins mikið að skafa. Dönum finnst þetta auðvitað svakalegt bruðl. Þeir passa sig líka á því að nota ekki miðstöðina of mikið. Örugglega af því það er of dýrt. Þeir sitja í þykkum vetrarfrökkum í bílnum og hafa slökkt á miðstöðinni. Maður þorir ekki að spyrja út í þetta af því þeir verða svo móðgaðir ef maður er að spyrja út í hvers vegna þeir gera það sem þeir gera.

Nú er svo stefnan að fara að jólsskreyta eitthvað meira. Eins gott að Ágúst kom ekki mikið seinna í heiminn. Það hefði truflað allan jólaundirbúninginn. Á þessum tíma á síðasta ári var frúin eiginlega búin að öllu og búin að baka. Það var piparkökubaksturinn sem setti fæðinguna af stað. En í ár er hún ekkert búin að gera. En þetta hefst venjulega allt saman þrátt fyrir allt.

Jæja það er víst ekki mikið meira í fréttum hér að sinni

kveðja

Gummi, Ragga, Auður Elín og afmælisbarnið

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband