12.1.2014 | 12:22
Hversdagsleiki
Kæru bloggvinir
þá er allt að færast í samt horf hérna hjá okkur. Börnin komin í pössun og vinna hjá hinum. Auður Elín var voðalega glöð að komast í leikskólann aftur. Hún er nú samt búin að vera voða lúin þessa vikuna. Það tekur á að komast í rútínu aftur. Ágúst er farinn að vakna kl. 5 á morgnana. Svo nú er verið að spá í að láta hann sofa aðeins minna á daginn. Hann er búin að staulast um hér í svolítinn tíma. Svo allt í einu fór hann bara að labba alveg sjálfur. Hann dettur nú ennþá á rassinn, en er allur að koma til og er voða montinn.
Sundið byrjaði aftur í gær og börnin voru mjög sátt við það. Auður byrjaði í leikfimi síðasta vetur. En hún var nú eitthvað stressuð yfir öllum þessum börnum svo það datt upp fyrir. Við erum að spá í að reyna að prófa aftur í ár, hún er eitthvað spennt fyrir þessu. Og hún hefur mjög gott af að hreyfa sig. Ekki af því hún hreyfi sig ekki nóg, en hún lærir alls konar æfingar og kúnstir.
Hún er nú oft ansi þreytt á bróðir sínum og finnst hann eyðileggja fyrir sér. En í gær fengum við gesti og einhvern veginn hélt hún að þau ætluðu að taka Ágúst með sér. Hún varð alveg miður sín. En tók nú fljótt gleði sína á ný þegar hann varð eftir.
Í dag er búið að taka aðeins til í skápunum og stilla matreiðslubókunum fram. Það hefur staðið til lengi, en okkur hefur vantað stað fyrir þær. Nú vantar okkur bara bókaskáp fyrir hinar bækurnar. Það verður sennilega einhver bið á því. Róm var nú ekki byggð á einum degi.
Það er planið að fara að koma inn nokkrum myndum af jólahaldinu. Það hefur bara gleymst.
Íslenski síminn er búinn að vera í ólagi, og er enn. Bóndinn er búinn að vera í sambandi við þá, en ekkert gerist enn. Þeir hafa aldrei lent í öðru eins. Það er nú samt vonandi að þeir fari eitthvað að redda þessu. Það er frekar pirrandi að geta ekki notað símann.
En það er nú víst lítið annað að frétta héðan.
kveðja
tisetgengið
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.