Kuldaboli bítur fastar

Kæru bloggvinir

við erum víst alveg örugglega farin að finna fyrir kuldanum hér í Danaveldi. Það er komið frost og rok með, sem gerir það að verkum að það er skítkalt. Enda eru Danir að leggjast í dvala. Þeir eru ekki mikið fyrir vetrarveður. Þeir eru eitthvað að spá snjókomu í vikunni og skafrenningi. Við sjáum hvað verður mikið úr því.

Annars er hér allt við það sama. Ég var víst búin að lofa að það yrðu settar inn einhverjar myndir, en bóndinn gleymir því alltaf og frúin hefur enga þolinmæði í að gera það. Svo þið þurfið að bíða eitthvað aðeins lengur. Bóndinn hefur verið að setja upp gluggalista og fengið hjálp af Óla vini sínum. Það er ótrúlegur munur að sjá gluggana. Þeir eiga reyndar eftir tvo glugga. Þeir kláruðu efnið og svo kom kuldakast, svo þeir hrökluðust inn. En stefna nú á að klára þetta í vikunni. Svo þarf bara að mála þá, en mesta vesenið er nú að sníða þetta og setja upp. Kosturinn við að þetta er búið að bíða svona lengi er að manni finnst þetta alveg ótrúlega flott þegar þetta kemur upp. Nú er svo spurning hvort frúin kemur því í verk að sauma gardínurnar úr efninu sem er búið að vera uppi á lofti í nokkur ár. Það getur líka vel verið að við bíðum bara með það í svona 3 ár í viðbót.

Ágúst er á fullu að rannsaka heiminn þessa dagana. Í síðustu viku tók hann sokka og henti ofan í klósettið. Það var svo sem allt í lagi, nema að það hafði gleymst að sturta niður, svo lyktin af sokkunum var ekkert stórkostleg. Hann reyndi svo að éta upp úr kattasandkassanum í dag. Frúnni til mikillar gleði. Auður er orðin betri að leika við hann, svona meðan hann lætur að stjórn. Hún er nú oftast mjög góð við hann og hefur miklar áhyggjur af því ef hann dettur og meiðir sig. Þau eru bæði óttalegir apakettir og klifra í öllu. Það er ótrulegt hvað það er sjaldan að þau slasa sig. Bóndinn hefur verið að reyna að fara með Auði í leikfimi en það hefur ekki verið að ganga nógu vel. Það er ekki nógu mikill agi á börnunum og þá fer í Auður alveg í baklás, svo nú held ég við reynum ekki meira. Við erum að spá í að prófa sunnudagaskóla í staðinn, sem er á fimmtudögum. Það er ekki boðið upp á sunnudagaskóla á sunnudögum hér á þessu svæði. Sennilega fæst enginn til að vinna við það um helgar. En nú sjáum við hvort hitt getur gengið upp. Mamma einnar sem er með Auði á leikskólanum er búin að bjóðast til að taka hana með, við þiggjum það kannski bara. 

Í dag fórum við í heimsókn til manns sem var með Gumma í tungumálaskóla í Árósum fyrir 9 árum síðan. Við fundum gamalt jólakort frá þeim og fórum og leita að þeim á netinu. Við fundum þau og þau buðu okkur í mat í dag. Það var mjög fyndið að hittast eftir öll þessu ár. En þau hafa ekkert breyst. Bara orðin eldri. 

jæja best að fara að kíkja á kassann

kveðja úr kuldanum

Gummi, Ragga, Auður Elín og Ágúst Ægir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband