9.2.2014 | 17:41
Rok og rigning
Kæru bloggvinir
þá er hann aftur lagstur í rigningu og rok. Það er svo sem ágætt að losna við kuldann. Moldvarpan sem er að hrella bóndann er allavega vöknuð úr dvalanum aftur. Hún er algjörlega búin að fara hamförum hér í garðinum. Vonandi að þetta grói upp í sumar. En garðurinn getur orðið ansi holóttur og leiðilegur. Hún hefur verið ansi slunginn þessi. Hún hefur grafið framhjá gildrunum og nánast hlegið upp i opið geðið á honum.
Annars er allt við það sama hér í kotinu. Frúin er með eitthvað leiðinda kvef og Auður Elin hóstar líka mikið. Karlpeningurinn á heimilinu er aldrei þessu vant ekki með kvef. Ætli við mæðgur neyðumst ekki til að fara til læknis á morgun og athuga hvort við séum komnar með kalda lungnabólgu, en þeir kalla það þegar maður er með lungnabólgu og er ekki með hita. Vonandi er þetta nú bara svæsið kvef. Það er allavega sjaldan að frúin er með svona slæmt kvef.
Það er frí í skólum í næstu viku. Dagmamman hjá Ágústi er með lokað svo við höldum frí öll. Það á nú að reyna að vinna eitthvað i húsinu og klára ýmislegt sem ekki vinnst tími til svona hversdagslega. Það er eitthvað boltaland hérna rétt hjá, sem við ætlum að kíkja á. Það gæti líka verið gaman að fara með Auði Elínu í bíó. Hún hefur ekki prófað það síðan hún var ungabarn þegar hún fór í mömmubíó. Það er voða sniðugt tilboð fyrir mæður með ungabörn. Þá eru sýndar fullorðnismyndir á morgnana. Maður getur komið inn í bíóið með barnavagninn og hitað pela og gefið brjóst og allt. Frúin prófaði þetta nú bara einu sinni, en þetta var mjög fínt.
Í dag fórum við í heimsókn til Odense. Auður og Arndís léku sér allan tímann án þess að verða óvinir. Það er nú ótrúlegt hvað þær ná vel orðið saman. Í byrjun voru þær oft eitthvað að rífast. Ágúst var frekar harðhentur við Emil. Ágúst er vanur að þurfa að berja frá sér hjá dagmömmunni sem er með 4 frekar stelpur líka. En Emil, sem fyrir utan að vera bara 10 mánaða, er ekki vanur svona harkalegum brögðum, var nú ekkert allt of hress með meðferðina.
Jæja það er víst lítið annað í fréttum héðan i bili
kveðja
Tisetgengið
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.