30.3.2014 | 11:57
Vor á leiðinni
Kæru bloggvinir
það hefur verið nokkuð heitt hér síðustu daga. En samt frost á nóttunni. Moldvarpan hefur haft eitthvað hægt um sig í vikunni. Sennilega hefur henni þótt of kalt til að grafa fleiri holur. En hún fer örugglega í gang aftur um leið og það hlýnar á nóttunni. Við höfum allavega enga von um að hún sé hætt að eyðileggja garðinn.
Hér er allt í föstum skorðum. Nóg að gera á öllum stöðum. Dagmamman hans Ágúst var veik í tvo daga, svo hann varð að vera heima. Honum fannst það ekki mjög skemmtilegt og var óskaplega fegin þegar hann fékk að fara til hennar aftur. Hann er svo mikil félagsvera að honum leiðist bara ef hann er einn heima. Hann á að fara til eyrnalæknis eftir rúma viku. Hann var hjá barnalækni sem fannst hann eitthvað rauður í eyranu og vildi láta skoða það betur. Vonandi að hann sé ekki að verða eyrnabarn. Hann er voða mikið að reyna að tala og bendir á allt í kringum sig og segir einhver hljóð. Hann virðist ætla að verða fljótari til en systir sín. En dagmamman hans er líka mjög talandi, svo hann fær mikla talörvun allan daginn, meðan dagmamman hennar Auðar sagði nú ekki mikið.Hann er voðalega stríðinn, bæði hér heima og hjá dagmömmunni.
Auður hefur verið frekar kvefuð í vikunni. Það gerist nú yfirleitt þegar hlýnar eitthvað í veðri, þá kemur svo mikill raki, en samt er frekar hlýtt, svo börnin eru illa klædd úti að leika. Hún var svo heppin í gær að vinkona hennar kom í heimsókn og þær léku sér saman í fleiri klukkutíma án þess það væri neitt vesen. Við ætlum að reyna að fara með hana í dans á morgun. Við gáfumst upp á að fara með hana í leikfimi því hún höndlaði það engan veginn. Það var enginn fullorðinn sem tók ábyrð á þessu og börnin hlupu bara um stjórnlaus. Við sjáum til hvernig þetta verður. Henni finnst rosa gaman af að dansa svo kannski gengur þetta betur.
Við breyttum klukkunni í nótt. Frúin átti von á að börnin vöknuðu fyrir allar aldir, en sem betur fer sváfu þau óvenju lengi. Ágúst vaknaði reynar kl. 4:30 í morgun en sofnaði fljótlega aftur. VIð renndum svo í búð til að reyna að kaupa skó á drenginn, en komum út með 3 pör af skóm fyrir Auði. VIð verðum að reyna að fara í annan leiðangur til að finna skó á drenginn. Hann getur ekki verið í kuldaskóm í sumar. En þetta hlýtur að bjargast. Við fengum allavega gúmmístígvél á drenginn, svo hann getur þá allavega verið í þeim.
Held nú það sé ekki mikið meira að frétta héðan.
Kveðjur á klakann
Tisetgengið
ææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææ
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.