4.5.2014 | 11:57
Sólin sem hvarf
Kæru bloggvinir
sólin sem við vorum orðin vön að hafa hjá okkur er horfin og það er bara hálf hryssingslegt hérna núna. Við fórum út að labba í morgun og maður var bara hálfloppin þegar maður kom heim. Það er vonandi að það fari eitthvað að hlýna aftur. Maður nennir ekki að hafa svona veður hér á vorin.
Annars er hér allt við það sama. Við erum ekkert byrjuð á vorverkunum meðan veðrið er svona óstöðugt. Bóndinn er búinn að slá gras nokkrum sinnum. Það virðist spretta fínt. Enda búið að vera hlýtt í svolítinn tíma.
Ágúst tók allt í einu upp á að garga úr frekju. Hann er ekkert að spara það. Verður óskaplega misboðið oft á dag. Hann er mun skapstærri en systir hans og lætur óspart í sér heyra. En hann er nú oftast fljótur að jafna sig. Við fórum í sund í gær í síðasta skipti í vetur. Hann varð alveg brjálaður í sturtunni og var algjörlega óhuggandi í meira en hálftíma. Það hefur nú bara ekki gerst áður. Hann er mjög athugull og var skipað að setja fötin sín í þvottinn í gær, hann tölti með þetta og henti í þvottakörfuna. Þau eru bæði óskaplega hrifin af tuskum og vilja gjarnan þurrka af. Spurning hvernig þetta verður þegar þau verða eldri. Þau eru ákaflega árrisul um helgar en það þarf að vekja þau á virkum dögum. Þau eru nú oftast góðir vinir, en Ágúst getur pirrað hana stundum og þá lemur hún hann.
Auður er að fara með leikskólanum í leiðangur á morgun, út í einhvern skóg. Það þykir henni nú mjög spennandi, sérstaklega að fara í rútu og borða nestið úti. Hún er oft að suða í okkur að borða úti, en við erum nú hálflöt við það. Finnst það ekkert mjög spennandi.Hún er farin að hafa mjög sjálfstæðar skoðanir á öllu og gegnir ekki þegjandi og hljóðalaust. Hún þarf oft að fá að vita af hverju hún á að gera þetta og hitt. Frúin var að naglalakka hana í gær og Ágúst vildi endilega fá líka. Frúin er nú svo gamaldags að hún vildi ekki leyfa honum það. Þetta hefur sennilega mjög slæm áhrif á þroska hans. Það er margt sem maður hefur á samviskunni. Hann veit auðvitað ekkert hvað þetta er, en vill bara fá allt það sama og systir hans. Hann verður greinilega fyrir áhrifum hjá dagmömmunni því hann leikur sér mikið með dúkkur. Hann gengur um með þær og gefur þeim pela osfrv. Hann er með 4 stelpum hjá dagmömmunni. Dagmamman segir að hún sé með fullt af strákadóti, en hann líti ekki við því. Fyndið hvað börn hafa mikil áhrif á hvert annað.
Jæja það er nú mest lítið annað að frétta héðan núna
Kveðja
Tisetgengið
rrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrr
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.