1.6.2014 | 11:19
Uppstigningarfrí
Kæru bloggvinir
við erum búin að vera í fríi síðustu 4 daga og það hefur ekkert verið mjög slæmt. Veðrið hefur nú verið frekar óstöðugt, bæði kuldi og hiti og sól. Þetta minnir óskaplega mikið á veðrið hér í maí í fyrra. En svo fór að hlýna þegar leið á sumarið. Við vonum að það gerist allavega.
Það er búið að taka til hendinni hér bæði utandyra og innan. Vi' hentum meira að segja gömlu gróðurhúsi sem við tókum niður heima hjá vinum okkar fyrir 4 árum. Við höfðum aldrei tíma til að púsla því saman aftur, svo það endaði því miður á haugunum. Ásamt mörgu öðru. Í gær fórum við og keyptum okkur tómataplöntur sem við erum búin að setja niður. Við keyptum þrenns konar tómata núna. Tvær af sortunum gefa svarta tómata. Það verður spennandi að sjá. Spurning hvort Ágúst geti látið þá í friði, hann er alveg vitlaus í tómata. Svo er búið að setja olíu á sólarhúsgögnin, ekki af því við getum notað þau svo mikið. En það hlýtur að koma að því.
Frúin fór í mikinn hjólatúr eitt kvöldið í vikunni. Það blés hressilega, en hún hélt nú ekki það væri mikið mál og ákvað að fara extra langan túr. Hún lenti svo í beljandi roki og í mótvind upp ansi langa brekku. Það endaði með að hún dró hjólið upp brekkuna og komst sem betur fer heim. Já og sá sem sagði að Danmörk væri flöt, hefur örugglega eitthvað ruglast. Hann hefur allavega ekki verið á hjóli.
Í gær var farið í dádýragarð hérna rétt hjá. Við sáum stóra hjörð af villtum dádýrum. Bóndinn lagði svo í göngu og við gengum okkur upp að öxlum. Aumingja Auður sagði ekki neitt, en þegar við vorum komin heim var hún alveg ægilega aum í löppunum og er líka í dag.
Þau systkin geta verið alveg kostuleg. Auður er voða mikil stórasystir og er alltaf eitthvað að skipta sér af bróðir sínum. Þau taka einstaka sinnum upp á því að leika sér saman, en annars rífast þau ansi mikið. Við fórum í grillpartý hjá dagmömmunum í Tiset, daginn fyrir fríið. Þar var hellingur af börnum og foreldrum þeirra. Krökkunum þótti það mjög skemmtilegt. Okku fullorðna fólkinu fannst þetta ekki alveg jafn spennandi. Ágúst er búin að vakna milli kl. 5 og 6 alla morgna í fríinu, foreldrum hans til mikillar ánægju. Við keyptum svona sundlaug til að hafa í garðinum. Héldum þetta væri bara svona lítil laug, en nei, þetta reyndist vera eitthvað svaka flykki. En það er þá allavega nóg pláss fyrir börnin í þessu. Ágúst er alveg ótrúlega sjálfstæður og ákveðinn ungur maður. Hann brjálast alveg ef hann fær ekki að borða sjálfur og vill alls ekki hjálp. Hann stendur á orginu ef maður ætlar að hjálpa honum. Hann er búinn að læra nokkur orð. Meira, nei og kyrrt. Maður spyr sig af hverju þessi orð! :)
Næsta fimmtudag er svo þjóðhátíðardagur Dana. Börnin eru í fríi eftir hádegi, en frúin þarf að vinna allan daginn. Óttalegt óréttlæti alveg. En þau verða þá bara heima með pabba sínum. Svo er frúin að fara í eitthvert sumarpartý með vinnunni á föstudaginn. Það verður nú bara um miðjan daginn, svo hún verður nú ekki langt fram á kvöld. Það er alveg brjálað að gera.
Jæja ætli þetta sé ekki orðið gott í bili
kveðja
Tisetgengið
00000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000000
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.