Gestagangur

Kæru bloggvinir

Þá er víst aftur kominn sunnudagur og fyrsta vikan í sumarfríi er liðin. Ótrúlegt hvað tíminn flýgur áfram. Það er ýmislegt búið að bralla. Það hefur verið mjög gott veður síðustu viku og við höfum verið mikið úti við. Það eru því mjög þreytt börn sem eru lögð í rúmið hér á kvöldin. Í dag hefur verið skýjað og það er eitthvað verið að spá því áfram. Við erum búin að fara á ströndina tvisvar sinnum. Við prófuðum nýja strönd sem er mjög barnavænleg. Það var rosa gaman. Viðprófuðum líka aðra strönd sem ekki var alveg eins spennandi.

Við hjónin fengum frí frá barnaamstri í gær og í nótt og gistum í sumarhúsi sem kunningjar okkar eiga. Það var nú eiginlega í tilefni af því að á morgun eigum við 1 árs brúðkaupsafmæli. Það var mjög notalegt að fá smá frí frá amstri hversdagsins. Auður spurði hvort við þyrftum að fá frið frá suðinu í þeim. Hún hefur nú tekið það vel út í dag og suðað fyrir allan peninginn. Það gengur nú upp og niður að fá börnin til að vera sátt. Ágúst beit Kristínu Júlíu rosalega í hendina í gær og Auður hefur stundum alveg fengið  nóg af þessu öllu. En oft leika þau nú bara vel saman. Það eru nú ansi mikil viðbrigði fyrir alla, bæði börn og fullorðna, að vera svona mörg saman, en þetta hlýtur að koma. Það er allavega mjög gaman að geta verið með börnunum og barnabörnunum. Guðmundur Liljar er kominn með mikla matarást á afa sínum og horfir á hann löngunaraugum þegar hann er við matarborðið. Kristínu Júlíu finnst amma sín mjög ströng og er nú ekki alltaf sátt, en kannski venst hún hvað hún er mikil gribba.

Á morgun er svo planað að fara til Þýskalands og versla í matinn. Það þarf nú töluvert til þegar við erum svo mörg og kjötið er allavega töluvert ódýrara en í Danmörku. 

Annars er ekkert búið að plana neitt sérstakt í sumarfríinu. Það er verið að spá í að fara í Legoland, en það er rosalega dýrt. Svo það er eitthvað verið að spá í málin. Það er örugglega nóg hægt að finna sér að gera hérna heima við, en við erum nú að reyna að nýta tímann líka í að slappa af. 

Það er svo síðasti fótboltaleikurinn í kvöld í þessari lotu. Frúnni til mikillar ánægju. Henni hefur nú fundist þetta fullmikið á köflum. En svo er víst mánuður í næstu lotu. Sem betur fer horfir bóndinn nú ekki líka á hjólakeppnir eða aðrar íþróttir. Sumir taka sér nú frí á sumrin til að horfa á eitthvað sport. Við erum sem betur fer laus við slíkt hér á heimilinu.

Jæja best að fara að slaka á

Kveðja

Gummi, Ragga og gengið


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ, hæ

Hér hefur verið einstaklega leiðinlegt veður síðustu vikur, smá þurrt í dag og í gær. Við höfum haldið okkur heimavið í fríinu, Bragi búinn að vera með hálfslappur í 3 vikur en er nú eitthvað að lagast. Hér hefur frúin misst sig yfir fótboltanum síðustu vikur og er bara ánægð með úrslitin í kvöld.    Bragi hefur meira setið við tölvuna og teiknað. En nú er því öllu lokið og maður þarf að finna sér eitthvað annað að gera. Engin ferðalög plönuð að ráði nema hvað farið verður í sumarhús í Hólmavík í viku.   

Hamingjuóskir með pappírsbrúðkaupið er það ekki 1 árs  brúðkaupsafmælið.  

 Annars er allt það sama að frétta og allir biðja að heilsa úr Garðinum.

Gunna og Bragi (IP-tala skráð) 14.7.2014 kl. 00:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband