Vika 2 í sumarfríi

Kæru bloggvinir

Það hefur verið þvílík rjómablíða hérna síðustu vikuna. Við erum orðin vel útitekin og það eru þreytt og sæl börn sem fara í háttinn hérna á kvöldin. Við erum búin að fara oft á ströndina. Erum búin að finna mjög góða og barnvænlega strönd hérna ekki langt frá. Þetta er stöðuvatn sem búið er að gera voða fína aðstöðu við. Yfirleitt fer maður á ströndina við sjóinn, en það er bæði kaldara og meiri öldugangur, svo maður er skíthræddur um að krakkarnir fari í sjóinn. Það sem er kosturinn við svoleiðis strendur er að þar er hægt að finna margar skeljar og um daginn fundum við marga litla krabba, bæði lifandi og dána. Það vakti mikla athygli. 

Börnin hafa tekið nokkra túra með afbrýðisemi. Kristín Júlía er með rosa marblett á handleggnum eftir að Ágúst setti tennurnar í hana. Auður er svo farin að ráðast á bróðir sinn og bíta hann líka. Sá eini sem ekki virðist finna fyrir þessu er Guðmundur Liljar. Hann er svo lítill ennþá. Hann og Ágúst sitja stundum saman og blaðra eitthvað, sem enginn okkar skilur. Það er mjög fyndið að horfa á þá. Kristín Júlía og Auður hafa nú eitthvað verið að keppast um athyglina, en í dag og í gær hafa þær verið voða góðar að leika saman. Það er spennandi að sjá hvort það endist eitthvað. Sumir sem hafa séð stórfjölskylduna úti að ganga, hafa eflaust verið að spá í hvernig þetta hangi allt saman. Frúin má segja að hún sé nú alveg sátt við að barnabörnin bara eru til láns. Það væri aldeilis mikil vinna að vera með 4 börn með svo litlum aldursmun. 

Við hjónakornin erum svo að spá í að fara í smá tjaldútilegu núna í vikunni. Svona til að bæði við og börnin fái smá frí. Frúin fer svo að vinna eftir næstu viku.

Við erum búin að vera mikið á rólónum hérna í bænum. Við förum alltaf með eitthvað smá að borða og það er voðalega mikið sport. Spurning hvað er mest spennandi, að leika þar eða borða nestið.

Jæja þetta var nú víst það helsta héðan úr sveitinni.

Kveðja

Tisetgengið 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband