útilega

Kæru bloggvinir

þá er hversdagsleikinn tekinn við, börnin byrjuð í leikskóla og hjá dagmömmu. Við höldum þau hafi verið mjög fegin að komast aftur í fasta ramma. En þau hafa verið ansi þreytt eftir daginn og verið fljót að sofna. Blíðan hefur haldið áfram, svo við renndum í útilegu í gær og sváfum eina nótt. Það var mjög gott veður, en ekki alveg eins heitt og verið hefur. Við drifum okkur svo bara að pakka tjaldvagninum saman í morgun og náðum því rétt áður en það kom úrhellisrigning. Það hafði svo ekkert rignt hérna heima. En það lítur nú út fyrir að það gæti rignt i dag. Það væri allavega þörf á því. Grasið er orðið gult í garðinum og það sprettur ansi lítið. En kosturinn við það er auðvitað að það þarf ekki að slá svo oft.

Frúin er farin að vinna aftur. Það er nú alltaf erfitt að komast í gírinn aftur eftir frí og það er eins í ár. En þetta færist allt í samt horf með tímanum. Börnin hafa ekkert sofið lengi í sumarfríinu, en þegar þau áttu að byrja aftur á stofnun eftir fríi þá sváfu það auðvitað á sínu græna eyra.

Ágúst og Guðmundur Liljar sitja oft saman og láta eins og þeir séu að tala saman á einhverju bablmáli. Það er mjög fyndið. VIð höfum verið að spá í hvort það sé einhver mening í því sem þeir segja, en það er ekki gott að vita. 

Það er algjör flugnaplága hérna núna og þær ætla okkur alveg lifandi að éta. Það var mjög mikið af geitungum í útilegunni, en það hefur ekki verið svo mikið hérna heima. Hins vegar eru húsflugur í stórum skömmtum og þær ætla mann alveg lifandi að éta. Auður var stunginn af geitungi í gær, en hún var víst búin að vera að ergja hann eitthvað. Annars erum við mjög sjaldan stungin af geitungum, sem betur fer. Við pössuðum barnabörnin í gær, meðan Helga og Andri fóru í verslunarferð til Þýskalands. Það gekk bara mjög vel, en maður þakkar sínum sæla yfir að eiga ekki svona mörg börn. Það er alveg nóg að vera með tvö börn sem gegna ekki nema endrum og eins. Okkar börn eru farið að finnast ansi erfitt að hafa gesti alltaf. Það er svo sem ekkert undarlegt við það. Þau fara heim eftir viku. Kristín Júlía er orðin algjör afastelpa og er ægilega glöð þegar hún sér hann. Það verður erfitt þegar þau fara heim aftur.

Jæja ætli þetta sé ekki að verða gott í bili

kveðja

Tisetgengið


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ, hæ

Það skín sólin hjá ykkur en hér hefur rignt meira og minna í allt sumar. Við fengum þó prýðisveður í ferðalaginu okkar en við vorum í viku á Hólmavík og skoðuðum okkur um á Ströndunum og  fórum aðeins yfir í Ísafjarðardjúp. Komum síðan heim í gær eftir eina nótt í Stykkishólmi. Það er greinilega fjör á ykkar bæ með allan barnaskarann en það er nú oftast bara gaman þó nóg sé að gera með svona mörg börn. Það fer líka að styttast í vinnu hjá okkur, ég þarf að fara á námaskeið 12.- 14. ágúst og byrja svo að vinna þann 15. Bragi byrjar eitthvað aðeins seinna. Þannig að sælan fer að vera búin. Það hefði nú verið gaman að kíkja aðeins á ykkur en það verður alla vega ekki þetta sumarið.

Kveðjur frá Garðinum

Gunna og Bragi (IP-tala skráð) 3.8.2014 kl. 14:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband