10.8.2014 | 12:25
Fólksfækkun
Kæru bloggvinir
þá er fólk að flýja héðan af gistiheimilinu. Helga og börnin fara í flug á morgun. Það verður nú ansi tómlegt, en börnin okkar verða nú örugglega fegin að allt kemst í samt far. Það er búið að reyna töluvert á þau að hafa alltaf gesti.
Það er búið að vera sólarlaust og frekar mikið rok um helgina, kannski það sé bara að fara að hausta. Það er nú alltaf pínu leiðilegt þegar fer að hausta, en við erum nú búin að hafa svo gott sumar að við getum ekkert kvartað.
Það er kominn nýr fjölskyldumeðlimur. Enok þurfti að losna við hundinn sinn og bóndinn tók við honum. Þetta er 4 ára gamall blendingshundur. Börnin hafa tekið mjög vel á móti honum, þau hafa nú alltaf verið hrædd við hunda, en virðast vera eitthvað að læknast af því. Kötturinn okkar var ekki alveg jafn hrifinn. Hún setti upp kryppu og hvæsti og hvæsti. Kettlingarnir hurfu upp á loft og þorðu ekki niður fyrr en löngu seinna. En þetta hlýtur nú allt að komast í samt lag. Dýrin eru vön að finna út úr þessu.
Við erum búin að vera með tvo bíla í nokkra mánuði, en nú þurfum við að losa okkur við annan. Hann á á að fara í skoðun og það borgar sig ekki að gera við hann. Svo við verðum að finna eitthvað út úr því að nota einn bíl. Það ætti nú alveg að vera möguleiki. Bara meira vesen. Frúin getur tekið lestina frá Ribe, en þá þarf að koma henni þangað. Bóndinn er að pæla í að kaupa vespu, svo hann geti ferðast hér í nágrenninu. Það er mjög algengt að fólk sé með svoleiðis hérna.
Annars þarf að fara að huga að að finna skóla fyrir ungfrúnna. Við ætlum að tala við tvo skóla og sjá hvað þeir segja. Það er voða erfitt að gera upp á milli, svo maður verður bara að fara á staðinn og fá tilfinningu fyrir þessu. Það er einn venjulegur grunnskóli, en þar er alltaf verið að skipta um skólastjóra, svo við vitum ekki hvort það sé svo gott. Þetta hlýtur allt að skýrast. Besta vinkona hennar fer í venjulegan skóla, en svo er hægt að velja einkarekna skóla. Þetta var nú einfaldara í gamla daga þegar það voru bara venjulegir skólar og ekki svo margir einkareknir. Þá var ekki svo mikið að velja á milli.
Jæja best að fara að hjálpa til við að pakka niður
kveðja
Tisetgengið
Athugasemdir
Hilzen, þetta er ansi miyndarlegur seppi sem þið hafið fengið ykkur :)
Bragi Einarsson (IP-tala skráð) 10.8.2014 kl. 18:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.