Rigningarvika

Kæru bloggvinir

þá er enn ein rigningarvikan að líða undir lok. Manni finnst nú alveg þeir mættu skipta þessu meira jafnt. Fyrst rigndi ekki svo vikum skipti og núna er búið að rigna í næstum mánuð. Það virðist nú ætla að hanga þurrt í dag. Frúin er í stökustu vandræðum með þvottinn. Það er erfitt að þurrka hann þegar það rignir svona mikið. Hitinn er heldur ekkert sérstaklega mikill, svo þetta gengur eitthvað illa. Við verðum bara að reyna að laumast í þurrkara hjá einhverjum sem við þekkjum.

Við vorum nú búin að vera að spá í að fara i allavega eina útilegu ennþá, en það er ekkert spennandi þegar það rignir svona rosalega og svo er skítkalt á nóttinni. Við erum farin að kynda húsið. Það var ekki undan því komist lengur. Við erum vön að geta geymt það, þar til í byrjun september. Við höfum heyrt spekingana segja að það hlýni aftur í september. Við vonum að það standist. 

Auður Elín er mikið að þroskast þessa dagana. Hún er voða mikið að spá í strákana á leikskólanum. Hún á kærasta, og hann á aðra kærustu. Það er víst ekkert mál. Hún er sannfærð um að stelpur kyssi ekki neina nema kærstann sinn. Við mægðurnar fórum í sirkus um daginn og það var talað um það í marga daga á eftir og hún er oft að biðja um að fara aftur. En það koma sennilega ekki fleiri sirkusar í sumar.

Það er búið að vera nóg að gera í félagslífinu um helgina. Á föstudaginn var vinakvöldverður. Það var mjög huggulegt. Auður var búin að spyrja á hverjum degi, hvort við værum ekki bráðum að fara í hann. Svo í gær var okkur boðið í grillveislu hjá þeim sem sjá um sunnudagaskólann sem hún er í. Sunnudagaskólinn byrjar á fimmtudaginn. Það verður nú eitthvað skemmtilegt. 

Ágúst talar voða mikið. Það er nú ekki margt sem við skiljum. En hann er allavega farinn að segja nei og það verður sennilega bara verra og verra. Hann er farin að taka upp á því að vakna eldsnemma á morgnana, gjarnan um 5 leytið, hann skilur ekkert í því að við séum ekki til í eitthvað geim á þeim tíma. Auður er hins vegar orðin mjög morgunsvæf og það tekur langan tíma að koma henni á lappir á morgnana. Þau eru eitthvað byrjuð að læra um bókstafina og tölurnar í leikskólanum. Það er kannski svona erfitt að hún þarf að sofa meira.

Ágúst fór í klippingu í gær. Hann var orðinn eins og illa rúin rolla. Hann var rosa duglegur. Sat alveg kyrr og stilltur. Hingað til hefur hann ekki verið hrifin af því. Enda er hann svaka vel klipptur núna og lítur orðið út eins og hálffullorðinn maður. Hann hefur lengst alveg helling, svo við vorum að versla vetrarföt á hann í gær. Fengum skó og kuldagalla ásamt fleira dóti á góðu veðri. Hann veit alveg hvernig hann á að snúa fólki um fingur sér og fá það sem hann vill. 

Jæja ætli við látum þetta ekki nægja í bili

Kveðja úr Tiset

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband