Haustflensa

Kæru bloggvinir

það hefur verið mjög milt veður hér um helgina, en maður finnur samt vel að það er komið haust í loftið. Það er farið að rigna laufblöðum, svo bráðum verður garðurinn fullur af laufi. 

Bóndinn hefur verið með einhverja flensu, það hlýtur að vera haustflensan. Ágúst hefur verið kvefaður, en ekki með hita. Við vonum að það sé nóg á þessu hausti og við stelpurnar verðum ekki kvefaðar líka. En það er nú ekki víst við sleppum svo vel. Það hefur ekki borið á lúsunum aftur, svo við reiknum með við höfum náð að slátra þeim. Það er nú örugglega ekki fyrsta skipti sem við fáum lús og ekki í síðasta skipti. Þetta er landlægt hérna og virðist ekki hægt að stoppa þetta. 

Ágúst er búin að vera eitthvað stúrinn þessa vikuna. Manni bregður nú við af því hann er venjulega mjög hress, en síðustu vikuna er hann búinn að vera eitthvað rellinn og algjörlega mömmusjúkur. Frúin heldur að hann sé að komast í 2 ára þvermóðskuna. Hann vill gera allt sjálfur og verður mjög pirraður ef maður reynir að hjálpa honum. Hann er orðinn voða duglegur að fara sjálfur í föt, og reynir líka að klæða sig úr. Hann og hinn strákurinn hjá dagmömmunni eru voða miklir félagar og sá litli skríkir af gleði þegar Ágúst kemur á morgnana. Það er voða gaman að sjá.

Við fórum í sund í gær eins og venjulega. Svo fórum við á basar í skólanum sem Auður á að fara í. Henni fannst það mjög spennandi og hitti vinkonu sína þar. Það er mikill spenningur fyrir að fara í skólann. Þau eru aðeins farin að læra stafi og svoleiðis og það er auðvitað mjög spennandi. Það er alltaf verið að skera niður í leikskólanum hjá henni og fækka starfsfólki. En það eru ekki mjög mörg börn í leikskólanum, svo það virðist ekki ennþá allavega hafa mikil áhrif. Það hljóta að vera einhver takmörk fyrir hversu mikið er hægt að spara. Vinkona hennar kom í heimsókn til hennar á föstudaginn. Það var auðvitað mikið fjör. Þær eru að verða duglegri að leika sér og ekki bara rusla til og gera eitthvað af sér.

Í dag fór bóndinn í leiðangur að kaupa vespu. Við erum búin að vera með eina í láni, en vorum búin að leita að annarri. Svo nú ætti hann að geta orðið vel keyrandi. Það er hægt að komast um á vespu hérna í nágrenninu, en auðvitað ekki ef það verður mikill snjór og hálka. 

Kötturinn er farinn að fara aðeins út. Hann er nú ekki mikið fyrir að vera lengi úti. En honum finnst mjög skemmtilegt að hlaupa upp í tréð hérna fyrir framan. Það er frekar fyndið að sjá. Við tímum ekki að láta hann, hann er voða skemmtilegur. Mamman er ekki hrifin af því að hafa hann hér, því hann er voða mikið að djöflast í henni. En hún er farin að vera ákveðnari við hann og slá hann frá sér. Þau finna nú örugglega út úr þessu. Hundurinn er búinn að uppgötva að maður getur nagað greinar í skóginum. Hann hefur sennilega ekki verið mikið úti í skógi á Íslandi. Honum finnst þetta hin besta skemmtun. 

Jæja það er víst ekki svo mikið meira í tíðindum hérna 

Kveðja

tisetgengið


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband