Haustannir

Kæru bloggvinir

það hafa verið miklar annir hér undanfarið. Gott að við vorum ekki líka í að taka upp kartöflur og taka slátur og svoleiðis. Frúin var á námskeiði mestalla síðustu viku og var lengi í vinnunni þrjá daga. Það tekur nú alveg sinn toll. Í gær var svo farið í sund eins og venjulega. Frúin fann skógarmítil sem hafði sogað sig fastan á Ágúst Ægi. Hún náði honum af og hann virðist ekkert finna fyrir þessu. Svo þegar heim var komið tróð drengurinn hendinni milli stafs og hurðar og sat fastur. Það náðist að losa hann og hann meiddi sig sem betur fer ekkert alvarlega. Það var sennilega meira við konurnar í húsinu sem voru meira í sjokki yfir þessu. Í gær var svo stóri bökunardagurinn. Þegar maður er á sérfæði þarf að baka allt brauð og brauðmeti, svo mest allur dagurinn í gær fór í það. 

Í gær áttum við svo að breyta tímanum, en gleymdum því. Svo þegar við vöknuðum í morgun uppgötvaðist þetta. Bóndinn var þá farinn á fætur kl. 5:30 í staðinn fyrir 6:30. Þau eiga sennilega eftir að sofna fljótt í kvöld. Í morgun var svo farið á strönd hérna svolítið frá. Við vorum að tala um það í vikunni að það væri erfitt að búa svona inn í miðju landi og sjá ekki til sjávar nema keyra eftir því. Frúin sér reyndar alltaf sjóinn þegar hún fer í vinnuna. Við fórum með alla fjölskylduna og hundinn. Allir skemmtu sér konunglega og Auður týndi margar skeljar og steina. Það var frekar mikið rok og skítakuldi. En við létum það ekki á okkur fá. Það var bara hressandi að fá smá rok á sig. Og svo vorum við nú heldur ekkert mjög lengi.

Nú er svo búið að klára að taka inn grænmetisuppskeruna. Við áttum eftir að skera niður chili og papriku. Frúin er búin að prófa að sjóða einskonar grænmetismauk, sem á að vera hægt að nota eins og sultu. VIð ætlum svo að þurrka eitthvað chili og svo verðum við sjá hvað við gerum við afganginn. Það kom hellings uppskera, bæði af papriku og chili. Næsta ár verðum við bara að setja þetta niður fyrr. 

Auður er búin að vera að leika við vinkonu sína bæði í gær og í dag. Nóg að gera hjá henni. 

Næsta vika verður nú sennilega eitthvað rólegri vinnulega séð allavega. En við finnum okkur örugglega eitthvað að gera. Það er alltaf verið að plana að slaka á, en það virðist vera mjög erfitt að koma því í verk. 

Jæja best að fara að elda matinn og hátta börnin.

kveðja

Önnum kafna fjölskyldan í Tiset


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband