Laufregn

Kæru bloggvinir

þá er farið að rigna laufblöðum. Það segir bóndinn allavega. Frúin er sannfærð um að það kom skúr í dag, en bóndinn vill meina að það hafi bara rignt laufblöðum. Hann fór allavega út að slá garðinn í dag, og þvotturinn sem frúin henti út í dag náði að þorna. Það tekur langan tíma að þurrka þvottinn núna, við erum að reyna að hætta að þurrka inni, af því það kemur svo mikill raki, það er ekkert sérstaklega hollt fyrir fjölskylduna, þar sem flestir eru með lungnavesen. Við höldum allavega að það hjálpi, svo börnin séu ekki alltaf svo kvefuð. 

Hér hefur ekki verið slegið slöku við, frekar en fyrri daginn. Við ætluðum að hafa rólega helgi, en erum nú samt búin að gera alveg helling. Frúin náði samt að leggja sig í smá tíma í gær og það hefur nú ekki gerst í 100 ár. Á föstudagskvöldið var vinakvöldverður. Það var mjög fínt eins og venjulega. Frúin tók vinkonu Auðar með, þær voru svo óþekkar að það er spurning hvort okkur verður ekki bara vísað út næst. Alveg ótrúlegt hvað börn geta æst hvert annað upp.

Ágúst hefur verið eitthvað lélegur að borða, við fundum svo út að hann var með sveppasýkingu í munninum svo það var ekkert skrýtið hann vildi ekki borða. Hann er búinn að fá eitthvað lyf og er orðinn góður aftur. Hann svaf illa á nóttunni af því hann gat ekki sogið snuðið almennilega. En þetta er nú allt í áttina núna. Frúnni þykir allavega mjög ánægjulegt að fá að sofa á nóttunni. Annars er hún ansi geðvond.

Í gær var svo bakað brauð og farið í göngutúr. Í morgun var drifið í að skera út grasker og setja út. Það er nú kannski fullseint, en betra er seint en aldrei. Auði fannst þetta mjög spennandi en Ágúst missti fljótlega áhugann. Hann er mun betri að dunda sér og leika með dót en Auður. Hún er reyndar orðin góð í að púsla og teikna og perla og svoleiðis. En Ágúst er betri að leika með dót og er alveg sama þó hann sé einn inni í herbergi. Þau eru bæði alveg ótrúlegir fiktarar og þurfa að gramsa í öllu. Alveg ótrúleg árátta, sem frúin er sannfærð um kemur frá föðurnum.

Í dag var svo farið í kaffi hjá Ástu og Óla. Það var kökuhlaðborð eins og venjulega. Frúin var búin að hamast við að taka til uppi á lofti. Auður leikur sér stundum þarna uppi þegar hún er með vinkonur í heimsókn. Það virðist ganga út á að rusla mikið til og svo hendast og gera eitthvað annað. Það er allavega ekki mikið verið að leika með það sem er búið að rusla fram. En þetta hlýtur að lagast með aldrinum. 

Jæja best að fara að glápa á kassann

kveðja

Gummi, Ragga og börn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband