Haustkuldi

Kæru bloggvinir

þá er farið að kólna heldur hjá okkur. Það er nú samt ennþá hitatölur á daginn og það fer ekki niður fyrir frostmark á nóttunni. En það er svo mikill raki að það virkar eins og það sé kaldara. Frúin ætlaði varla að treysta sér í göngutúr á föstudagskvöldið, en lét sig hafa það samt.

Hér hefur ýmislegt verið brallað eins og venjulega. Það var farið í sund í gær, alveg ómissandi ef maður spyr börnin allavega. Bóndinn var heima og bakaði og þreif allt hátt og lágt á meðan. Ekki amalegt það. Svo komu gestir og það var horft á fótbolta. Auður fékk vinkonu sína í heimsókn og fór líka í heimsókn til hennar. Þær ætluðu að leika uppi á lofti, en hrökkluðust niður aftur, þeim fannst svo kalt uppi. Það er enginn hiti þar, svo það er kannski ekkert skrýtið.

Auður er oft eitthvað að pæla og það koma ótrúlegustu hlutir upp úr henni. Hún spurði pabba sinn um daginn hvenær hún gæti átt barn. Þær eru örugglega eitthvað að pæla í því í leikskólanum. Hún er búin að eiga nokkra kærasta og það virðist vera sem þær deili þeim á milli sín. Hún er búin að vera hálf ómöguleg undanfarið. Við vitum ekki alveg af hverju.

Ágúst er farin að þykjast vera í rosa fýlu og snýr baki í mann og er ægilega móðgaður. Hann er nú samt yfirleitt fljótur að taka gleði sína á ný. Hann er voða rokkari og á laugardögum hlustum við á Bylgjuna meðan við borðum kvöldmatinn. Hann dansar voða mikið við og finnst þetta rosa fyndið. Það var að byrja ný stelpa hjá dagmömmunni, hann hefur nú verið í einhverju dramakasti út af því og var farin að bíta eitthvað frá sér þar. En hann hefur ekki gert það hérna heima, svo þetta hlýtur að líða hjá. Hann er voða knúsari og knúsar alla hjá dagmömmunni í bak og fyrir. Hann blaðrar stanslaust allan daginn. Maður skilur nú ekki allt, en getur nú yfirleitt giskað á hvað hann er að meina.

Í dag var svo planið að fara í morgunmat hjá fyrrverandi starfsfélaga frúarinnar, en því var frestað þar sem gestgjafinn var veikur. Við fórum út í göngutúr í staðinn og svo var farið í afmæli hjá hundi nágrannans. Hann varð 9 ára. Það var boðið upp á eplaköku og fínerí.

Svo tekur hversdagsleikinn við aftur á morgun. Alveg ótrúlegt hvað þessar helgar líða hratt og maður nær ekki helmingnum af því sem maður ætlar sér.


Kveðja

Tisetgengið

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband