Afmæli

Kæru bloggvinir

þá er runninn upp afmælisdagur prinsins á heimilinu. Það er ótrúlegt að það séu liðin tvö ár síðan frúin stóð upp á endann í heilan dag og bakaði piparkökur, með þeim afleiðingum að fæðingin fór af stað. Af því tilefni voru að sjálfsögðu bakaðar piparkökur. Hann man að vísu ekkert eftir því þegar hann kom í heiminn að það voru nýbakaðar piparkökur á borðum, en hann fær nú örugglega að heyra þá sögu nokkru sinnum. Það var haldin fín veisla fyrir hann í dag. Að vísu voru nokkur forföll. Gunnþóra vinkona er nýbúin að eignast litla stelpu, svo hún var fjarri góðu gamni. Guðný og Óli eru líka með lítinn nýfæddan, sem hefur verið voða kvefaður, svo þau voru líka heima. En þetta var annars mjög fínt. Bóndinn var búinn að standa sveittur við baksturinn og tókst bara vel upp. Prinsinn var mjög ánægður með alla athyglina og naut þess að fá gjafir. Auði fannst þetta ekki alveg eins skemmtilegt. En hún fékk nú vinkonu sína í heimsókn í morgun, svo hún fékk nú líka eitthvað skemmtilegt að gera.

Næstu helgi verður ekki minna að gera. Það er jólaball í sunnudagaskólanum á fimmtudaginn, í leikskólanum á föstudaginn og jólasveinninn kemur til Tiset á sunnudaginn. Það verður eitthvað fjör með alla þessa jólasveina.

Frúin er búin að gefast upp á að þurrka þvottinn úti, í þessum raka og verður að gefa eftir og finna þurrkara. Það hefur aldrei verið efst á óskalistanum, en það þýðir ekkert að tala um það. Ekki getum við verið í blautum fötum og við erum mikið minna kvefuð eftir að við hættum að þurrka þvottinn hérna inni. Auður hefur verið með smá hósta í svolítinn tíma, en það er að lagast.

Ágústi fer mikið fram að tala og talar frá því hann vaknar á morgnana, þar til hann sofnar á kvöldin. Við gáfum honum einhvern traktor með dýrum á í afmælisgjöf og það eru einhver hljóð í. Þetta er alveg gríðarlega skemmtilegt leikfang fyrir hann, foreldrarnir eru kannski ekki eins hrifnir. Hann getur líka keyrt sjálfur, í fyrstu var Ágúst hálf smeykur við þetta tryllitæki, en er orðinn sáttur við hann núna. Við höfum verið að sýna honum og Auði myndir af þeim þegar þau voru pínulítil. Það þykir mjög spennandi.

Auði er farið að hlakka mikið til að fá systir sína í heimsókn um jólin og talar oft um það.

Jæja best að fara að slappa af eftir amstur dagsins.

kveðja

Tisetgengið

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heil og sæl

Hamingjuóskir með stubbinn sem er kannski ekkert neinn stubbur lengur orðinn 2 ára. Hér eru feðgarnir að setja upp jólaljós utan á húsið og lenda í því sama á hverju ári, fullt af perum ónýtar. Veit ekki hvort þeim tókst á ná í eina seríu. Annars er allt hér í rólegheitum veðrið eins og á "góðum" sumardegi 9 stiga hiti og blautt. Ekki kvörtum við samt því ekki væri snjór og kuldi betra. tongue-out

Þið knúsið afmælisbarnið frá okkur.  sealed

Kveðja úr Garðinum

Gunna og Bragi (IP-tala skráð) 23.11.2014 kl. 18:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband