Rigning og rok

Kæru bloggvinir

hér hefur verið rigning og rok í töluverðan tíma. Eitthvað annað en snjórinn sem þið fáið þarna heima. Það er frekar hlýtt ennþá, en auðvitað finnst manni kaldara þegar það er rok. Þeir eru að spá þessu eitthvað áfram, svo við fáum örugglega ekki hvít jól.

Hér hefur verið mikið um að vera að venju. Í gær var skrópað í sundi og Auður og bóndinn fóru að sækja Helgu Rut og Kristínu Júlíu á flugvöllinn. Auður var búin að bíða svo spennt eftir þessu og það varð því hálfgert spennufall hjá henni í gær, þegar þær loksins komu. Það hefur nú verið einhver rígur á milli þeirra frænkna, en Ágúst virðist eitthvað taka þessu meira rólega. Það var svo haldið smá íslenskt jólaball í dag, hérna í Tiset. Það komu nokkrar íslenskar fjölskyldur og við dönsuðum kringum jólatréð og sungum íslensk jólalög. Þetta var mikil stemning og alltaf gaman að geta sungið á íslensku. Ótrúlegt hvað maður man þessi íslensku jólalög og alla textana. Krakkarnir skemmtu sér mjög vel. Jólasveinninn kom líka í heimsókn og gaf þeim nammi í poka. Það þótti þeim nú ekki leiðilegt.

Hér er allt að vera klárt fyrir jólin. Frúin þarf að vinna á morgun og Ágúst fer til dagmömmunnar. Það verða nú ekki mörg börn, svo þau geta slakað vel á fyrir jólaátökin. Auður verður bara heima, það voru svo fá börn sem áttu að vera í pössun í leikskólanum, að hún verður bara heima.

Við hjónin fórum í sálmasöng í kirkjunni í vikunni. Við höfum ekki prófað þetta áður. Það fengu allir sálmabók og svo voru sungnir margir fallegir jólasálmar. Við þekktum nú mörg lög, en textarnir voru auðvitað á dönsku. En það er lítið mál að setja sig inn í þeð. Þetta var mjög gaman. OKkur finnst svo gaman að syngja.

Helga Rut kom með skötu og hangikjöt með sér, svo við fáum nú aldeilis jól með íslensku ívafi. Ekki dónalegt það.

Frúin var við það að hrökka upp af í vikunni. Hana vantaði getnaðarvarnarpillu fyrir köttinn og ætlaði nú að reyna að hringja í dýralækni til að bjarga þessu. Hún hringdi á fyrsta staðinn, þar var ekki hægt að fá þetta, nema koma með köttinn. Á hinum staðnum var henni tjáð hún gæti fengið þetta, en það þyrfti að borga 3500 krónur, bara fyrir að fá lyfseðil. Manni blöskrar nú algjörlega. En það verður að finna einhverja lausn á þessu. Ekki er minna mál að fá fleiri kettlinga.

Það verða ekki send nein jólakort í ár, þar sem okkur blöskrar svo rosalega bréfburðargjaldið. Það er planið að setja inn mynd af börnunum á facebook.

Jæja best að fara að koma sér í sófann og taka því rólega

kveðja

Tisetgengið


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband