Gleðileg jól

Kæru bloggvinir

gleðileg jól. VIð vonum að allir hafi komist gegnum hátíðarnar án þess að hljóta skaða af. Við erum búin að hafa það mjög náðugt og borða góðan mat. Börnin voru ótrúlega góð að bíða á aðfangadag og voru ekki mikið að fikta í jólatrénu eða pökkunum. Það var mikill hamagangur í öskjunni þegar pakkarnir voru teknir upp. Vð fullorðna fólkið biðum með að opna okkar pakka þar til börnin voru sofnuð. Það er nú ekki svo mikilvægt að fá pakka þegar maður er orðinn fullorðinn. Það er svo skemmtilegt að fylgjast með gleði barnanna þegar þau opna sína pakka, að það er alveg nóg.

Síðan er bara búið að vera afslöppun og göngutúrar á dagskránni. Það er búið að vera mjög fallegt veður um jólin, bjart og smá hrímað. Gæti ekki verið betra. Moldvarpan sem er flutt hér inn í garðinn fyrir framan, er ekki enn lögst í dvala, bóndanum til mikillar ánægju. Hún fer nú kannski í frí núna þegar það er komið frost.

Börnin hafa verið dugleg að leika með dótið sem þau fengu í jólagjöf. Auður hefur aldrei verið neitt sérstaklega góð í að leika með leikföng, en í ár höfum við greinilega hitt í mark með það dót sem hún fékk. Hún leikur sér töluvert með það. Það er spurning hversu lengi það verður. Það hafa nú verið einhverjir bardagar um hver á að leika með hvað, en það er nú bara eðlilegt þegar börn eru saman. Þau hafa annars verið ótrúlega friðsæl, miðað við aðstæður. Við höfum nú líka reynt að fara út á hverjum degi og viðra þau.

Í dag er svo jólaball í sunnudagaskólanum hjá Auði. Við ætlum að kíkja á það, svona til að klára jólin almennilega. Það er mikil stemning í að klæða sig í fín föt og dansa kringum jólatréð. Þær frænkur eru miklar pæjur og keppast um að vera fínar. Þær verða einhvern tíma góðar.

Í gær héldum við jólaboð með nokkrum íslenskum fjölskyldum hérna inni í Gram. Við gerðum þetta líka í fyrra. Hver kom með sinn mat og svo borðuðum við saman og sátum svo fram eftir kvöldi og spjölluðum. Helga var heima og leit eftir börnunum. Það er mikill munur að hafa ókeypis barnapíu.

Jæja ætli sé ekki best að fara að henda sér í sófann í smá stund fyrir næstu átök.

jólakveðja

Tisetgengið


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband