4.1.2015 | 19:02
Gleðilegt ár
Kæru bloggvinir
Gleðilegt ár og takk kærlega fyrir þau liðnu. Hér er búið að fagna áramótum og nýja árinu með góðum mat og líka smá sprengjum. Það var nú samt ekki mikið í ár. Börnin eru hálfhrædd við þetta. Þau fengu nú að halda á stjörnuljósum. Aðal spenningurinn var að sprengja borðsprengjur hérna inni. Auður er farin að skilja mikið meira af hvað þetta gengur út á og pælir mikið í þessu,
Helga Rut og Kristín Júlía fóru heim í gær. Það er því heldur tómlegt hérna hjá okkur núna. Börnin voru samt orðin pínu þreytt á að vera saman allan daginn og deila leikföngunum. Á morgun fer Auður svo í leikskólann. Ágúst ætti svo líka að fara til dagmömmunnar, en hún braut viðbeinið í fríinu, svo hún er óvinnufær, allavega næstu viku. Það er því verið að reyna að finna lausnir á því máli. Hann verður örugglega fegin að komast í fasta ramma aftur, þegar hún er vinnufær aftur. Hann tók upp á því að segja jebb núna í jólafríinu og sagði það óspart í nokkra daga. Við vitum ekki hvar hann heyrði það, en þótti það mjög fyndið.
Við erum annars bara búin að taka lífinu með ró og njóta þess að þurfa ekki að stressa sig á morgnana til að komast af stað og allt sem þessu fylgir. Það verður nú samt ágætt að allt komist í samt hoft aftur. Börnin verða örugglega fegin.
Á morgun á svo að byrja í nýju átaki. Við erum búin að sukka svolítið matarlega séð um jólin og já það hefur verið þess virði. En maður finnur samt að þetta gengur ekki til lengdar, svo að á morgun verður tekið á þessu aftur. Það er alltaf erfitt til að byrja með, en svo kemst þetta í vana.
Annar kötturinn okkar týndist milli jóla og nýárs. Við sáum svo verið að auglýsa kött sem fannst hérna rétt hjá. Við fórum að skoða hann, til að sjá hvort þetta væri okkar köttur, en það var það ekki. Þau sem höfðu fundið hann gátu ekki haft hann, svo við buðumst til að taka hann. Hann byrjaði á að þakka fyrir sig með að skíta á gólfið og míga í sófann, svo nú er hann hérna á bak við, og fær að borða. Við verðum að sjá til, hvort hann stingur af, eða vill vera hérna hjá okkur. Kettir fara nú alltaf sínar leiðir.
En ætli þetta sé ekki nóg í bili. Nú eru allir framhaldsþættirnir að byrja í sjónvarpinu aftur, svo það verður nóg að gera að horfa á kassann.
Kveðja
Tisetgengið
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.