18.1.2015 | 11:52
fastir liðir eins og venjulega
Kæru bloggvinir
hér bólar ekki mikið á vetrinum ennþá. Þeir eru nú eitthvað að lofa meiri kulda og veseni í næstu viku. Við sjáum til hversu slæmt það verður. Stundum er þetta ýkt of mikið. Í dag er rigning.
Ágúst fór til dagmömmunnar á fimmtudaginn. Það voru miklir fagnaaðarfundir. Hann er orðinn ansi frekur og vill helst ikke gera það sem hann er beðinn um. Það er víst eðlilegt á þessum aldri. Þau syskinin geta verið voða góð að leika sér. Oftast gengur það fínt ef Auður fær að ráða ferðinni. Stundum nennir hún ekki að hafa hann með. Það er víst ósköp eðlilegt. Henni var boðið í bíó í dag með vinkonu sinni. Hún hefur bara einu sinni farið í bíó og það var á sama stað og við förum í sund. Hún hefur því ekki alveg verið að skilja að hún á að fara á annan stað í dag og þar er ekki sundlaug. Hún var ótrúlega spennt. Hún var meira og minna vakandi aðfaranótt mánudagsins. Hún sparkaði og slóst, og sparkaði svoleiðis í pabba sinn að hann var haltur daginn eftir. Hún fór því ekki í leikskólann á mánudaginn. Það er nú ekki oft sem hún hefur verið veik og ekki komist í leikskólann. Við fórum með hana til læknis og hún missti næstum andlitið þegar hún leit inn í eyrun á barninu. Það var víst ekki mjög fallegt. Hún fékk pencilín og er öll að koma til. Við vonum þetta hafi bara verið í þetta eina skipti. Hún hefur ekkert fengið eyrnabólgu síðan hún fékk rörin í eyrun. Þau eru löngu dottin út og hún hefur ekki verið með eyrnabólgu fyrr en núna. Þau eru greinilega bæði mikil jólabörn, því þau syngja ennþá jólalög og tala mikið um jólasveina og svoleiðis.
Frúin og Ágúst fóru í sund í gær. Við ætluðum að fara í rennibrautina, en þegar við vorum komin ca hálfa leið, þá varð allt svart. Þá var ekkert ljós inni í henni og við urðum að ýta okkur út í birtuna. Ágúst er sem betur fer ekki stresaður yfir svona hlutum, svo hann pældi ekkert í þessu. Hann er að verða mjög duglegur að prófa að synda með kúta. Hann er mun frakkari en systir hans var. Enda er hann allt önnur týpa. Ótrúlegt hvað systkin geta verið ólík
Annars er víst allt eins og venjulega. Í gær var stóri bökunardagur. Hér var bakað og þrifið á fullu. Auður var pínu sár yfir ekki að fá að fara með í sund í gær. En svo stakk hún upp á því að hún og pabbi hennar gætu tekið til á meðan ég og Ágúst færu í sund. Þegar við komum heim var allt hreint og fínt. Aldeilis munur.
Jæja það er víst ekki meira markvert héðan í bili
Kveðja frá Tiset
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.