Snjórinn kominn aftur

Kæru bloggvinir

hér er búið að vera fallegt vetrarveður um helgina. Smá snjór og kuldi. Ekta vetrarveður. En það er ómögulegt að vita hvað svo verður. Það er frekar mikið hringl á veðrinu. En við erum mjög ánægð meðan það snjóar ekki of mikið. Það skapar svo mikil vandamál í umferðinni.

Við höldum jafnvel við séum að fá nýja nágranna. Húsið hér við hliðina hefur staðið autt í svolítinn tíma, en það hefur verið einhver hreyfing þar í dag. Það er alltaf nýtt fólk að flytja þarna inn. Það er nú frekar þreytandi, en ekkert að gera við því. Það eru nú ekki endilega guðs bestu börn sem flytja hérna til Tiset, svo það er nú kamnski ekki á góðu von.

Þetta hefur verið hálfgerð veikindavika. Auður var heima mánudag og þriðjudag með hlaupabólu og Ágúst var heima fimmtudag og föstudag með lungnabólgu. Gríðarlegt fjör. Við höldum nú þau séu að skríða saman og að Ágúst fari til dagmömmunnar á morgun. Það var víst mjög fámennt hjá henni í síðustu viku. Margir veikir. Við vonum þetta sé búið. Við erum nú ekki vön að vera mikið heima með veik börn, sem betur fer.

Frúin komst að því að það er ekki svo gott að hella djúsi yfir lyklaborðið á fartölvunni. Það hafði allavega ekkert sérstaklega góð áhrif á tölvuna okkar. En hún er ennþá nothæf, með öðru lyklaborði.

Í gærmorgun var brunað til Þýskalands. Við höfum nú ekki farið þangað lengi, svo það var orðið þörf á. Síðan var farið á einhverja heimakynnningu hjá vinafólki okkar. Það var verið að kynna eitthvað svakalega góð vítamín og bætiefti. Allra meina bót. Og verðið eftir því. Fólkið sem var með kynninguna hefur örugglega verið orðið þreytt á okkur, því við vorum ekki alveg að hoppa á þetta. En þau náðu nú samt að selja einhvern slatta.

Í morgun fórum við svo í göngutúr með hundinn. Við mæltum okkur mót með öðrum Íslendingum og fórum að labba í skógi hérna rétt hjá. Hundunum fannst þetta mjög gamam og það var mjög hressandi fyrir okkur hin að labba í kuldanum. VIð skoðuðum svo hænurækt hjá gestgjöfunum. Þau eru með nokkrar hænur. Það hefur nú alltaf verið draumur hjá bóndanum að eignast hænur. Spurning hvort það verði eitthvað úr því.

Jæja best að fara að sinna börnum og búi

Kveðja

Tisetgengið


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband