Ferðahugur

Kæru bloggvinir

þá er aldeilis farið að styttast í að við mætum á klakann. Af fréttum að dæma þurfum við að týna vetrarfatnaðinn út úr skápunum aftur. Við fórum í göngutúr í morgun. Það er skítkalt, en það er farið að sjást brum á trjánum, svo kannski verður farið að grænka þegar við komum til baka aftur. Það verður allavega vonandi farið að hlýna eitthvað.

Frúin þarf að vinna á morgun, en ekki mjög langt frameftir, svo það ætti að vera tími til að pakka líka. Hún var að uppgötva að evrópska sjúkrasamlagsskirteinið er útrunnið, svo það þarf að redda nýju á þriðjudagsmorguninn. Danirnir skilja ekkert í þessu kæruleysi. Ég hélt bara að þetta rynni ekkert út. Það er alltaf eitthvað vesen. En vonandi reddast þetta allt saman. Það verður nú eitthvað fjör að halda börnunum á mottunni 3 tíma í lest og 3 tíma í flugvél. Síðast var Ágúst svo lítill að hann svaf mikið af tímanum. Við erum sem betur fer með sæti í fjölskyldudeildinni í lestinni, svo það má nú eitthvað heyrast í þeim. Og flugið er að kvöldi til, svo kannski verður þetta bara allt voða rólegt.

Auður var síðasta daginn í leikskólanum sínum á föstudaginn. Hún þarf svo að fara í annan leikskóla á morgun, og svo fer hún ekki meira. Henni finnst þetta mjög skrýtið og hefur verið hálf rótlaus um helgina. Hún er nú líka orðin svo spennt að hitta alla. Hún man líka hvernig er að fara í lest og flugvél, svo hana hlakkar líka til þess.

Við reiknum með að heimsækja einhverja, en það verður eiginlega bara að ráðast, hversu mikið það verður. Börnin verða svo rugluð á öllum þessum heimsóknum. En við reynum okkar besta. Manni langar alltaf að gera voða mikið, en svo er tíminn bara svo fljótur að líða.

Jæja það er víst ekki mikið annað að frétta héðan úr sveitinni. Vonumst til að hitta sem flesta.

Kveðja

Tisetgengið


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband