26.4.2015 | 17:52
Frídagar
Kæru bloggvinir
þá erum við að detta inn í tímabil þar sem vinnuvikurnar eru styttri en venjulega. Á föstudaginn er bænadagurinn, og svo þurfum við víst að vinna heila viku eftir það, en svo kemur uppstigningardagur. Það er víða orðið lokað á föstudeginum eftir uppstigningardag, allavega skólar og opinberar stofnanir. Eftir það kemur svo hvítasunnan. Nóg að gera í að halda frí. Það er auðvitað gott og blessað. Það þarf þá bara að vinna meira hina dagana.
Vorið hefur eitthvað verið í pásu síðustu daga. Það hefur verið voða misjafnt veður. Suma daga fer maður í vinnuna á morgnana og það er hálfkalt, en svo er steikjandi hiti seinnipartinn.
Það hefur verið nóg að gera um helgina. Í gær var síðasta skipti í sundi á þessari önn. Það var búið að lofa að kaupa pylsur og það var auðvitað mjög spennandi. Svo var farið í verslunarleiðangur á eftir. Það vantaði sumarskófatnað á börnin. Það fengust ekki sandalar á réttu veðri, en það verður bara að leita betur. Það var líka eitthvað djúpt á sniðugum fötum fyrir stráka. Alveg óþolandi hvað það er gert mikið upp á milli kynjanna. Það eru fleiri rekkar með dóti fyrir stelpur, en ekki einn til dæmis með sólgleraugum fyrir stráka. En það heppnaðist nú að grafa upp sólgleraugu fyrir drenginn. Hann er mjög upptekinn af að hafa gleraugu og derhúfu. Í dag vorum við svo í Odense, í 2 ára afmæli Emils Sigurðar. Þar var mikið fjör. Það rigndi, svo börnin gátu ekki farið út að leika. Það stóðu tvö trambolin fyrir utan gluggann og biðu. Það var fremar erfitt að halda þeim innan dyra. Allavega litlu gaurunum. Stelpunum var víst nokkuð sama. Þær eru búnar að vera rosa góðar að leika saman í síðustu tvö skipti. Vonandi að það haldi bara áfram.
Auður er mjög ánægð í skólanum. Hún virðist vera að aðlagast betur og suma daga hefur hún allavega einhverja að leika við. Þetta kemur allt saman. Hún fékk að keupa pylsuhorn á föstudaginn, og það var mikið sport. Hún vildi meina að öll börnin í skólanum fengju að kaupa pylsuhorn á hverjum degi og svo ætti hún ekki að þurfa að hafa rúgbrauð með sér. En ætli við höldum ekki fast í rúgbrauðið.
Jæja ætli við ættum ekki að reyna að slaka eitthvað á fyrir átök næstu viku.
Kveðja
Tisetgengið
Ætli maður verði svo ekki að fara að huga að því að kaupa tómatplöntur og það sem maður ætlar að gróðursetja í ár.
Athugasemdir
Halló, halló og takk fyrir síðast.
Aldeilis var gaman að hitta ykkur öll hér á landi um páskana. Gott að heyra að allt gangi vel hjá Auði í skólanum en þetta heyrir maður oft að allir hinir megi eitthvað sem reynist svo bara nokkrir. Ekkert er komið ennþá á hreint með húsamálin okkar og við því ekki búin að kaupa miða til Danaveldis. Erum samt búin að leiga Lyngbrautina í 2-3 mán. Hér er sko komið vetur aftur, sumardagurinn fyrist var sæmilegur en svo kom bara kuldi og rok en við þurfum svo sem ekki að kvarta allt í kafi í snjó fyrir austan og norðan.
Annars er allt gott að frétta og allir biðja að heilsa.
Kveðja úr Garðinum
Gunna og Bragi (IP-tala skráð) 27.4.2015 kl. 22:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.