Hvítasunna

Kæru bloggvinir

Héðan er allt ágætt að frétta. Það er búið að vera nóg að gera í skemmtanalífinu. Við höfum ekki þurft að hafa mikið fyrir að elda matinn síðustu daga. Á fimmtudaginn var kvöldmatur í sunnudagaskólanum hjá Auði. Á föstudaginn urðum við svo að skipta okkur í stelpulið og strákalið. Stelpurnar fóru í vinakvöldverð, Auður mátti ekki missa af því. Strákarnir fóru í grillpartý með Íslendingunum í Gram. Við stelpurnar fórum svo í það partý, þegar það var búið að gera tilraun til að kristna okkur. Við sváfum svo þar, af því börnin voru orðin svo þreytt og tómt vesen að fara að troða þeim í bílinn og keyra heim. Í gærkvöldi vorum við svo heima, og horfðum á eurovision. Við vorum sammála um að það væri ansi mörg góð lög. Það er langt síðan manni hefur fundist það. Frúin vakti nú ekki yfir þessu öllu. Hún var alveg búin eftir daginn. Börnin voru með timburmenn eftir allt partýstandið og voru alls ekki á þeim buxum að hlusta á móður sína. Í dag var svo brunað til Odense. Það var voða fínt veður þar, og börnin voru úti að leika í allan dag. Það er ótrúlegt hversu mikla orku þessi blessuð börn hafa. Það er ekki mikið um rifrildi þegar þau geta verið svona mikið úti að leika. Maður fer að velta fyrir sér hvað börn léku sér með fyrir komu trambolína. Ágúst og Auður eru voða dugleg að leika sér úti, þó að það sé ekki mjög hlýtt ennþá. Þau drullumalla og róla sér næstum á hverjum degi. Og rífast ekkert mjög mikið.

Það er búið að vera stór markaður í Gram um helgina. Þar er auðvitað tívolí og við fréttum að það væri hægt að fá afsláttarmiða þar á föstudaginn. Við vissum bara ekki að það þurfti að nota þá á föstudaginn. Við urðum því að drífa okkur að nota þá, áður en við þurftum að fara í hin partýin. Börnunum fannst þetta svaka mikið fjör. Við fórum í eitthvað tæki sem snérist í marga hringi, hátt uppi í loftinu. Auði og Ágústi fannst þetta mikið fjör, en frúin er enn hálf ringluð eftir þessi ósköp. Við náðum að klára miðana og komast á næstu áfangastaði á réttum tíma. Nóg að gera.

Á morgun er svo meiningin að reyna að koma niður tómatplöntum hér fyrir utan. Það hefur verið of kalt á nóttinni til að setja þær út. Svo er bóndinn ennþá að smíða hábeð, sem hann langar að setja jarðarber og eitthvað meira í. Það kemur í ljós hvað verður sett í það. Í næstu viku er svo þjóðhátíðardagur Dana og þá eru skólar og svoleiðis lokað, svo við tökum líka frí. Ekki geta blessuð börnin verið ein heima.

Jæja ætli sé ekki best að fara að henda sér á sófann fyrir svefninn.

kveðja

Tisetgengið


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

wink

Gunna og Bragi (IP-tala skráð) 24.5.2015 kl. 22:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband