31.5.2015 | 11:53
Hvar er sumarið?
Kæru bloggvinir
við erum farin að halda að sumarið hafi farið framhjá Danmörku í ár. Það er ennþá hálfgert haustveður og ekkert spennandi að gerast í því samhengi. Þetta er hálfgert haustveður sem er hjá okkur núna. Þeir eru eitthvað að lofa betra veðri í næstu viku, svo við vonum það rætist úr þessu. Þetta er allavega orðið ágætt.
Það er búið að vera nóg að gera í skemmtanalífinu um helgina. Á föstudaginn var bæði sumarhátíð hjá dagmömmunni og í skólanum. Það var meiningin við deildum börnunum og strákarnir færi saman til dagmömmunnar og stelpurnar í skólann. En svo varð karlinn veikur af einhverri flensu og komst ekki úr húsi í nokkra daga. Frúin fór því með bæði börnin í skólann. Það rigndi eldi og brennisteini og var mjög óspennandi. En börnin skemmtu sér vel, svo það er víst það sem skiptir máli.
Auði er búið að dreyma svo illa undanfarið að við ákváðum að fara með hana til miðils til að reyna að losna við þessar draumfarir. Hún hefur ekki kvartað um það síðan, svo við vonum að hún hafi losnað við þetta. Næsta mánuð verður svo nóg að gera í afmælum. Auður heldur veislu fyrir fullorðna og börn, sitthvora helgina. Það verður örugglega mikið fjör. Hana hlakkar allavega mikið til. Við fórum í búð í morgun og á leiðinni heim sá hún vinkonu sína úti að labba. Hún notaði því tækifærið til að leika við hana. Við hjónin erum því bara í afslöppun. Það er víst ár og öld síðan það gerðist síðast. Það er víst best að nota tækifærið. Það er ýmislegt eftir að gera þennan mánuðinn. Það þarf að ráðast í að klippa hekkið, við reynum það sennilega næstu helgi. Ef veðrið verður sæmilegt.
Við þræluðum okkur í að setja niður nokkrar jarðarberjaplöntur hér fyrir framan í gær. Við ætluðum að henda niður nokkrum baunaplöntum líka. En vantar að finna pláss fyrir það.
Óli, Guðný og börn komu í gær. Það var pínu erfitt að hafa svona mörg börn á litlu svæði. Þau gátu lítið verið úti fyrir kulda og vosbúð. En hlupu út á milli skúra. Í dag virðist hann ætla að hanga þurr. En það er skýjað og skítkalt.
Jæja ætli við reynum ekki að fara að slaka á.
Kveðja
Tisetgengið
Athugasemdir
Það er sko eins gott að veðrið fari að skána áður en við mætum á svæðið, erum búin að fá nóg af kulda og rigningu!
Hildur (IP-tala skráð) 31.5.2015 kl. 17:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.