Afmæli

Kæru bloggvinir

þá kemur enn einn ekki sólarpistillinn hérðan úr Danaveldi. Það er ótrúlegt hvað þetta ætlar að vera erfitt í ár. Það hafa verið einhverjar sólarglætur hér í vikunni, en ekkert sérstaklega mikið og um helgina hefur verið skýjað og frekar kalt.

Í gær var haldið upp á afmæli ungfrúarinnar. Hún var alveg að rifna úr spenningi og var mjög ánægð og þreytt eftir daginn. Það komu ekki allir, en það var kannski eins gott þar sem það var ekki hægt að vera úti við og þá er ansi þröngt hérna inni. Hún fer svo með sunnudagaskólanum í ferð á fimmtudaginn og svo er vinakvöldverður á föstudagskvöld. Á laugardaginn heldur svo Auður smá partý fyrir stelpurnar í bekknum. Sem betur fer eru þær bara 5 og þær koma ekki allar. Þær verða hér í tvo tíma, sem getur bæði gengið vel og illa.

Í dag fórum við svo í heimsókn til Hildar og Tóta, sem eru í fríi í sumarbústað hérna rétt hjá. Það var mjög fyndið að heimsækja þau í Danmörku. Þau ætla svo að koma í mat í kvöld. Við förum ekki í frí fyrr en um miðjan júlí, svo við getum nú ekki verið mikið með þeim, nema um helgina.

Á morgun kemur svo Helga Rut og fjölskylda og ætlar að vera í mánuð. Þau eru svo heppin að þau fáa að passa húsið hjá Óla og Ástu vinum okkar, sem eru að fara til Bandaríkjanna. Þá verður ekki alveg eins þröngt á okkur allan tímann. Við vonum að það verði komið sumar, þegar við förum í frí. Við getum kannski fengið lánaðan sumarbústað, allavega eins viku í sumarfríinu. Það væri fínt að geta komist eitthvað í burtu. Annars er maður alltaf eitthvað að vesenast hérna heima við. Það er ekki eins og það sé hægt að finna sér eitthvað við að vera.

Ágúst er að byrja að æfa sig að pissa í kopp. Hann hefur prófað að vera bleiulaus, en gleymir ennþá að fara að klósettið. Það er eins og hann finni meira fyrir því að pissa en kúka, því hann segir oftar frá þegar hann þarf að pissa. En þetta kemur nú örugglega með æfingunni. Honum finnst líka mjög spennandi að skoða á sér spottann. Það er mikið sport.

Auður lék sér mikið við Maju vinkonu sína í gær. Það er mjög fyndið að þó þær hittist ekki svo oft, þá leika þær sér voða vel, þegar þær eru saman. Það var einhver strákur hér úr nágrenninu að eltast við þær í gær og þetta var mjög spennandi. Þeim fannst hann mjög pirrandi en líka mjög spennandi. Þær verða einhvern tíma góðar. Auður er orðin voða mikil gella eftir hún byrjaði í skólanum og dillar sér eins og stóru stelpurnar. Þetta byrjar snemma.

Jæja ætli sé ekki best að fara að sinna börnum og búi

kveðja

Ragga, Gummi og restin

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband